Kostnaður vegna meðferðar máls

Prenta

Ekki er krafist kærugjalds til yfirskattanefndar og skattaðila verður ekki gert að greiða málskostnað fyrir nefndinni. 

Falli úrskurður skattaðila í hag, að hluta eða öllu leyti, getur yfirskattanefnd úrskurðað greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði, að hluta eða öllu leyti, enda hafi slík krafa verið höfð uppi við meðferð málsins, um sé að ræða kostnað sem eðlilegt var að skattaðili stofnaði til vegna meðferðar málsins og ósanngjarnt væri að hann bæri þann kostnað sjálfur.

Yfirskattanefnd hefur sett sér starfsreglur um ákvörðun málskostnaðar sem koma til framkvæmda í ársbyrjun 2015.