Nefndarmannatal

Eftirtaldir hafa átt sæti í ríkisskattanefnd og yfirskattanefnd frá því að sérstök kærunefnd í skattamálum tók til starfa á árinu 1932:

 

Ríkisskattanefnd 1932-1962

Þrír menn áttu sæti í nefndinni og varamenn voru tveir.

 Aðalmenn:

  • Hermann Jónasson, lögreglustjóri. Frá 1932 til ágúst 1934. Formaður þann tíma.
  • Gizur Bergsteinsson, lögfræðingur. Frá 1934 til september 1935. Formaður þann tíma.
  • Jónatan Hallvarðsson, lögreglustjóri. Frá október 1935 til júní 1945. Formaður þann tíma.
  • Gunnar Viðar, hagfræðingur. Frá 1932 til 1962. Formaður 1. júlí 1945 til 1962.
  • Páll Zóphóníasson, ráðunautur. Frá 1932 til 1962.
  • Baldvin Jónsson, hrl. Frá 1945 til 1962.

 Varamenn á þessu tímabili:

  • Hannes Jónsson, dýralæknir.
  • Tómas Jónsson, endurskoðandi.
  • Guðmundur Í. Guðmundsson, hrl.

 

Ríkisskattanefnd 1962-1972

Ríkisskattstjóri var formaður ríkisskattanefndar og vararíkisskattstjóri var varaformaður í forföllum ríkisskattstjóra. Tveir aðrir áttu sæti í nefndinni.

 Aðalmenn:

  • Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri. Frá 1. okt. 1962 til 1972. Formaður þann tíma.
  • Gunnar Viðar, hagfræðingur. Frá 1. okt. 1962 til 30. sept. 1968.
  • Baldvin Jónsson, hrl. Frá 1962 til 1972.
  • Helgi V. Jónsson, hrl. og löggiltur endurskoðandi. Frá 1. okt. 1968 til 1972.

 Varamenn á þessu tímabili:

  • Þórólfur Ólafsson, lögfræðingur, vararíkisskattstjóri. Frá 1962 til 30. júní 1967.
  • Ævar Ísberg, viðskiptafræðingur, vararíkisskattstjóri. Frá 1. júlí 1967 til 1972.
  • Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti.
  • Skúli Pálmason, lögfræðingur.
  • Ólafur G. Einarsson, lögfræðingur.

 

Ríkisskattanefnd 1972-1979

Í nefndinni sátu þrír menn og þrír til vara. Formaður var í hálfu starfi.

 Aðalmenn:

  • Guðmundur Skaftason, hrl. og löggiltur endurskoðandi. Frá 1972 til 31. des. 1979. Formaður þann tíma.
  • Jóhannes L.L. Helgason, hrl. Frá 1972 til 31. des. 1979.
  • Eggert Kristjánsson, lögfræðingur. Frá 1972 til 1974.
  • Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandi. Frá 1975 til 31. des. 1979.

 Varamenn:

  • Hallvarður Einvarðsson, lögfræðingur.
  • Ólafur A. Pálsson, borgarfógeti.
  • Guðlaugur Þorvaldsson, viðskiptafræðingur.
  • Skúli Pálsson, hrl.

 

Ríkisskattanefnd 1980-1992

Í nefndinni áttu sæti sex menn, tveir í fullu starfi og fjórir í hlutastarfi.

 Nefndarmenn í fullu starfi:

  • Gunnar Jóhannsson, lögfræðingur. Frá mars 1980 til júní 1992. Formaður þann tíma.
  • Ólafur H. Ólafsson, viðskiptafræðingur. Frá mars 1980 til júní 1992.

 Nefndarmenn í hlutastarfi:

  • Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandi. Frá mars 1980 til júní 1992.
  • Gylfi Knudsen, lögfræðingur. Frá mars 1980 til júní 1992.
  • Helgi V. Jónsson, hrl. og löggiltur endurskoðandi. Frá mars 1980 til júní 1992.
  • Skúli Pálsson, hrl. Frá mars 1980 til júní 1992.

 

Yfirskattanefnd frá 1992

Í nefndinni eiga sæti fimm eða sex menn, þar af fjórir í fullu starfi og tveir í hlutastarfi.

 Nefndarmenn í fullu starfi:

  • Ólafur Ólafsson, lögfræðingur. Frá 1. júlí 1992. Formaður frá 1. júlí 1992 til 30. september 2018 og frá 1. október 2019 til 31. ágúst 2021. Varaformaður (settur) frá 1. október 2018 til 30. september 2019. Varaformaður frá 1. september 2021
  • Gylfi Knudsen, lögfræðingur. Frá 1. júlí 1992 til 31. mars 1993 og frá 1. október 1997 til 30. nóvember 2014. Varaformaður frá 1. júlí 1992 til 31. mars 1993 og frá 1. ágúst 2000 til 30. nóvember 2014.
  • Gunnar Rafn Einarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Frá 1. júlí 1992 til 30. júní 1998 (leyfi 1. október 1997 til 30. júní 1998).
  • Jónína B. Jónasdóttir, lögfræðingur. Frá 1. júlí 1992 til 31. júlí 2000. Varaformaður frá 1. apríl 1993 til 31. júlí 2000.
  • Guðmundur E. Erlendsson, löggiltur endurskoðandi. Frá 1. apríl 1993 til 31. desember 1995.
  • Elín Alma Arthursdóttir, viðskiptafræðingur. Frá 1. febrúar 1996 til 30. september 2007.
  • Sverrir Örn Björnsson, lögfræðingur. Frá 1. október 2000. Varaformaður frá 1. desember 2014 til 30. september 2018 og frá 1. október 2019 til 31. ágúst 2021. Formaður (settur) frá 1. október 2018 til 30. september 2019. Formaður frá 1. september 2021.
  • Ragnheiður Snorradóttir, lögfræðingur. Frá 1. október 2007 til 30. september 2010.
  • Anna Dóra Helgadóttir, lögfræðingur. Frá 1. desember 2010.
  • Þórarinn Egill Þórarinsson, lögfræðingur. Frá 23. janúar 2015. 

 Nefndarmenn í hlutastarfi:

  • Jónatan Þórmundsson, prófessor. Frá 1. júlí 1993 til 30. júní 2008.
  • Sigurgeir Bóasson, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Frá 1. júlí 1992 til 28. febrúar 1994.
  • Kristinn Gestsson, löggiltur endurskoðandi. Frá 1. júlí 1994 til 30. júní 2018.
  • Valdimar Guðnason, löggiltur endurskoðandi. Frá 1. október 2008 til 30. september 2011.
  • Bjarnveig Eiríksdóttir, hdl. Frá 1. janúar 2015. 

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja