Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 325/1986

Gjaldár 1985

Lög nr. 75/1981 — 1. gr., 3. gr. 5. og 9. tl., 71. gr. 3. tl., 84. gr.   Lög nr. 48/1985 — 2. gr.  

Skattskylda — Heimilisfesti — Takmörkuð skattskylda — Lögheimili — Aðsetursskipti — Brottför — Úrskurðarvald ríkisskattstjóra — Leiðrétting ríkisskattanefndar — Gengi — Sönnun — Eignarréttur — Skipting skattstofna — Hjón

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1985 og er kröfugerð umboðsmanns kæranda fyrir ríkisskattanefnd svohljóðandi:

„Með úrskurði skattstjórans í Vestfjarðarumdæmi dags. 09.09.1985 eru gjöld umbj. minna, S. og L. báðum með lögheimili á Ísafirði, þó að nú dvelji tímabundið í Svíþjóð, álögð ranglega. Er vísað til 5. tl. 3. gr. 1. 75/1981 og 3. tl. 71. gr. s.l. hvað varðar tekjuskatt og 84. gr. s.l. og 2. gr. 1. 48/1985 hvað varðar eignarskatt. Í úrskurði skattstjóra Vestfjarðaumdæmis segir m.a. orðrétt: „Tekjur yðar hér á landi af fasteignum, er 18.35% af árstekjum S., en skv. innsendu ljósriti voru tekjur hans í Svíþjóð sænskar kr. 83.200.- , sem margfaldað með kaupgengi 31/12.84, 4.5159, samsvarar ísl. kr. 375.722.-. Árstekjur verða því kr. 460.160.- ísl. kr. Þinggjöld að fráskildum eignaskatti og eignaskattsauka, reiknast því 18.35% af heildarálagningu.

Skv. þessari aðferð nemur álagður tekjuskattur S. kr. 14.118.-og útsvar kr. 8.870.-en eignaskattur L. og S. hvors um sig kr. 6.409.-. Þá er lagt á viðlagagjald og kirkjugarðsgjald.

Tekjur S. og L. eiginkonu hans hérlendis eru einungis eignatekjur (leigutekjur) svo sem fram kemur í innsendu framtali. Skatta og gjöld af launatekjum sl. ár greiða þau alfarið í Svíþjóð, þar sem tekna var aflað, svo sem meðfylgjandi myndrit bera með sér.

Með tilliti til framangreinds er úrskurði skattstjóra Vestfjarðaumdæmis frá 09.09.1985 mótmælt og þess krafist að gjöld verði álögð á grundvelli fyrirliggjandi framtals og með vísan til 67. og 68. gr. 1. 75/1981, sem þýðir í raun að til gjalda kemur ekki þegar persónufrádráttur hefur verið dreginn frá álögðum gjöldum.

Kröfu mína styð ég eftirfarandi rökum:

1. Því er mótmælt sérstaklega að 5. tl. 3. gr. 1. 75/1981 eigi hér við enda hafa umbj. mínir alla tíð átt lögheimili hérlendis. Er þeir fóru til Svíþjóðar á sínum tíma tilkynntu þeir hins vegar aðseturskipti en um breytt lögheimili var ekki að ræða. Hefur lögheimili þeirra verið á ísafirði og er þar enn.

2. Skv. 5. tl. 3. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt og

3. tl. 71. gr. sömu laga er á engan hátt unnt að gefa sér þá reikniaðferð sem skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi beitir í framangreindum úrskurði. 3. Umbj. mínir greiða öll gjöld af launatekjum sínum í dvalarlandi sínu, Svíþjóð, og eiga launagreiðslur þeirra (S.) þar alls ekki að hafa áhrif á gjöld vegna tekna sem viðkomandi hefur af eignum sínum hérlendis.

4. Með álagningu umbj. minna hérlendis ber að fara skv. 67. gr. og 68. gr. 1. 75/1981. Tekjuskattsstofn er skv. framtali kr. 64.382.-. Skv. því ætti tekjuskattur S. að nema kr. 12.876.- og útsvar kr. 6.760.- (10.5%). Persónuafsláttur skv. 68. gr. 1. 75/1981 á framteljandi að njóta er nú nemur kr. 35.000.-. Framteljandi á því ónýttan persónufrádrátt.

Jafnvel þótt reiknireglu skattstjóra sé beitt á eftir að taka tillit til lækkunar gjalda vegna persónufrádráttar.

5. Framteljendur bera ekki takmarkaða skattskyldu skv. 3. gr. og ber því að reikna þeim eignaskatt skv. 83. gr. 1. 75/1981. Eignaskattsstofn er kr. 1.349.385.- og kemur því ekki til sérstaks eignaskatts.

Með tilliti til framangreinds óskast álögðum gjöldum breytt til lækkunar.

Með bréfi, dags. 27. janúar 1986, gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Skv. upplýsingum frá Hagstofunni hafa kærendur átt lögheimili í Svíþjóð árið 1984 og bera þau því takmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 5. og 9. tl. 3. gr. laga nr. 75/1981. Gerð er krafa um að skattlagning þeirra fari eftir 3. tl. 71. gr. og 84. gr. laga nr. 75/1981.

Í máli þessu er deilt um það hvort kærendur hafi gjaldárið 1985 borið hér á landi ótakmarkaða eða takmarkaða skattskyldu í skilningi skattalaga. Heimilisfesti þeirra á tekjuárinu 1984 ræður hér úrslitum. Við álagningu gjalda 1985 miðaði skattstjóri við það að kærendur bæru hér á landi takmarkaða skattskyldu með því að þau hefðu flutt búferlum til Svíþjóðar. Skv. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri úrskurðarvald um það hverjir skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt þeirri lagagrein. Úrskurðar hans um það hefur eigi verið leitað og verður því að svo komnu að hafna kröfum kærenda. Hins vegar þykir bera að leiðrétta álagningu skattstjóra og ákvarða hana eftir reglum 3. tl. 71. gr. og 84. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Þar sem eigi er upplýst í máli þessu um eignarétt kærenda að hinum útleigðu íbúðum er sköttum og skattstofnum skipt að jöfnu milli þeirra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja