Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 347/1986

Lög nr. 75/1981 — 3. gr. 5. tl., 71. gr. 1. mgr. 3. tl.  

Takmörkuð skattskylda — Bújörð — Jarðarsala — Söluhagnaður — Sameign — Eignarréttur — Eignarhlutdeild — Söluhagnaður, skipting milli sameigenda — Rekstrartap

Málavextir eru þeir, að kærendur, sem fluttu til Danmerkur á árinu 1983, og bera hér á landi takmarkaða skattskyldu, seldu jörðina G. síðla árs 1984. Einnig var dráttarvél seld. Skattskyldur söluhagnaður af sölu þessara eigna nam samkvæmt útreikningi skattstjóra 477.853 kr. Kæranda eiginmanni var gert að greiða opinber gjöld 1985 af þessari fjárhæð samkvæmt ákvæðum 3. gr. og 3. tl. 1. mgr. 71. gr. laga nr. 75/1981.

Í kæru til ríkisskattanefndar fara kærendur fram á lækkun á álögðum opinberum gjöldum. Þar segir m.a.: „Ég óska eftir lækkun á skattgreiðslu, þar sem ég tel að söluhagnaður sem mér er reiknaður eigi að deilast jafnt á mig og konu mína þar sem um sameign var að ræða, og við höfum greitt skatta hvort af sínum tekjum undanfarin ár. Með því móti ættum við ekki að lenda í 44% skattþrepi.

Ríkisskattstjóri hefur með bréfi, dags. 16. desember 1985, gert svofelldar kröfur í máli þessu fyrir gjaldkrefjenda hönd: „Fallist er á kröfu kærenda um skiptingu á söluhagnaði þeirra á milli. Jafnframt er bent á að svo virðist sem söluhagnaður sé rangt reiknaður.

Fallist er á þá kröfu kærenda að fjárhæð skattskylds söluhagnaðar verði færð þeim jafnt til tekna í samræmi við eignarhlutföll. Að teknu tilliti til eftirstöðva rekstrartapa frá fyrri árum koma til skattlagningar sem tekjur 159.636 kr. hjá eiginmanni og 135.821 kr. hjá eiginkonu.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja