Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 352/1986

Gjaldár 1985

Lög nr. 9/1984 — 2. gr., 10. gr., 11. gr.   Lög nr. 75/1981 — 30. gr. B-liður 4. tl.  

Fjárfesting manna í atvinnurekstri — Frádráttur v/fjárfestingar í atvinnurekstri — Hlutabréf — Fjárfesting í hlutabréfum — Hámarksfjárhæð fjárfestingar manna í atvinnurekstri

Skattstjóri móttók skattframtal kæranda árið 1985 hinn 24. júlí þ.á. og með kæruúrskurði, dags. 2. desember 1985, féllst skattstjóri á að leggja skattframtalið óbreytt til grundvallar álagningu opinberra gjalda gjaldárið 1985 í stað áætlunar án álags.

Umboðsmaður kæranda hefur skotið þessum kæruúrskurði skattstjóra til ríkisskattanefndar með kæru, dags. 12. desember 1985, og fer fram á frádrátt vegna fjárfestingar í atvinnurekstri skv. 4. tl. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981, sbr. C-lið 4. gr. laga nr. 8/1984 og lög nr. 9/1984. Fylgdi kærunni ljósrit af greinargerð um frádrátt vegna fjárfestinga manna í atvinnurekstri skv. lögum nr. 9/1984, sbr. lög nr. 131/1984 (R3.10). í greinargerð þessari, sbr. og greinargerð um eignabreytingar í skattframtali kæranda, kemur fram, að kærandi hefur hinn 31. desember 1984 keypt hlutabréf í I. h.f. af ríkissjóði að nafnverði 30.000 kr. fyrir 110.279 kr., sem er heildarfjárhæð framlaga á árinu 1984 skv. lögum nr. 9/1984 skv. skýrslu þessari.

Með bréfi, dags. 8. apríl 1985, fellst ríkisskattstjóri á kröfu kæranda.

Með því að kærandi uppfyllir þau skilyrði, sem sett eru fyrir hinum umkrafða frádrætti, er fallist á kröfu hans þó að lögmæltu hámarki gjaldárið 1985 50.000 kr.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja