Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 489/1986

Gjaldár 1985

Lög nr. 75/1981 — 14. gr. — 30. gr. 1. mgr. A-liður 3. tl. — 61. gr. — 95. gr. 2. mgr. — 99. gr. 1. mgr. 2. ml. — 106. gr. 1. mgr. 1. ml.  

Áætlun — Síðbúin framtalsskil — Skattframtal í stað áætlunar — Álag vegna síðbúinna framtalsskila — Ökutækjastyrkur — Ökutækjakostnaður — Söluhagnaður — Söluhagnaður ófyrnanlegrar fasteignar — Ákvörðun söluhagnaðar — Tekjuuppgjör — Lögmaður — Vanreifun — Frávísun vegna vanreifunar — Sératkvæði

Málavextir eru þeir, að skattframtal árið 1985 barst ekki frá kærendum innan tilskilins framtalsfrests. Áætlaði skattstjóri því kærendum skattstofna til álagningar opinberra gjalda við frumálagningu gjaldárið 1985. Var 25% álagi bætt við hina áætluðu skattstofna skv. heimildarákvæðum 1. ml. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981.

Næst gerist það í málinu, að þann 19. júní 1985, barst skattstjóra skattframtal kærenda árið 1985. Af hálfu kærenda voru álögð gjöld 1985 kærð með bréfi umboðsmanns þeirra til skattstjóra, dags. 21. ágúst 1985. Var þess farið á leit, að hið innsenda skattframtal kærenda yrði óbreytt lagt til grundvallar álagningu án viðurlaga.

Skattstjóri tók skattframtal kærenda 1985 sem kæru og með úrskurði, dags. 21. nóvember 1985, féllst hann á að leggja það til grundvallar álagningu opinberra gjalda árið 1985 án álags en að gerðum nokkrum breytingum. Þær breytingar sem skattstjóri gerði og kærðar hafa verið til ríkisskattanefndar eru:

1. Kostnaður á móti ökutækjastyrk á framtali kæranda H. lækkaður úr 62.790 kr. í 38.571 kr. Taldi skattstjóri að framtalinn eigin akstur á bifreiðaskýrslu væri tortryggilega lítill.

2. Hafnað var beiðni kæranda, S., um að fá að miða tekjuuppgjör við innborganir vegna seldrar þjónustu í stað þess að miða við unna og bókfærða þjónustu. Taldi skattstjóri, að samkvæmt gögnum málsins væri vinnuþáttur hinnar seldu þjónustu innan við 70%.

3. Tekjufærður var skattskyldur söluhagnaður samkvæmt útreikningi skattstjóra að fjárhæð 68.240 kr. vegna sölu á hlut kærenda í X. Taldi skattstjóri að ekki hefði verið gerð tilskilin grein fyrir sölu kærenda á nefndri eign.

Úrskurði skattstjóra hefur af hálfu umboðsmanns kærenda verið skotið til ríkisskattanefndar með kæru, dags. 16. desember 1985. í hermi eru gerðar eftirfarandi kröfur: „1. Mótmælt er lækkun bifreiðakostnaðar á móti ökutækjastyrk. Akstur á bifreiðum H. í eigin þágu er óverulegur og er þess krafist að frádráttur v/bifreiðastyrks verði látinn standa óbreyttur. 2. Á skattframtali 1985 var þess óskað að miða tekjuuppgjör við innborganir vegna seldrar þjónustu í stað þess að miða við unna og bókfærða þjónustu. í kæruúrskurði skattstjóra var beiðni þessari hafnað og leitaðist skattstjóri við að rökstyðja að vinnuþáttur í seldri þjónustu umbj. míns sé undir 70% og hefur þá skattstjóri til viðmiðunar greidd laun og launatengd gjöld í rekstrarreikningi. Að áliti undirritaðs er viðmiðun skattstjóra röng. Umbj. minn rekur lögmannsstofu og er vinnuþáttur í slíkri starfsemi almennt yfir 70%. Með hliðsjón af framangreindu er þess farið á leit að umbj. mínum verði heimilað að miða tekjuuppgjör sitt við innborganir vegna seldrar þjónustu í stað þess að miða við unna og bókfærða þjónustu.

3. Þá hefur skattstjóri bætt við tekjur umbj. míns á söluhagnaði v/ X, kr. 68.240 og er því mótmælt. Nánari rökstuðningur varðandi þennan lið verður sendur síðar. Ríkisskattstjóri hefur með bréfi, dags. 9. júní 1986, gert svofelldar kröfur í málinu fyrir gjaldkrefjenda hönd:

„Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Atkvæði meirihluta:

Um 1. tl. Úrskurð skattstjóra þykir bera að staðfesta um þetta kæruatriði. Um 2. tl. Krafa kærenda er tekin til greina.

Um 3. tl. Kæruatriði þessu er vísað frá vegna vanreifunar, enda hefur boðaður rökstuðningur eigi borist.

Atkvæði minnihluta:

Um 2. tl. Kærandi þykir eigi hafa sýnt fram á að starfsemi hans á árinu 1982 fullnægi skilyrðum 61. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Er því kröfu hans hafnað.

Um 1. og 3. tl. Að því er þessa kæruliði varðar er ég sammála atkvæði meirihluta.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja