Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 492/1987

Gjaldár 1982-1985

Lög nr. 75/1981 — 2. gr. 1. mgr. 5. tl.  

Dánarbú – Sjálfstæður skattaðili – Lögaðili – Búskipti – Skattalagaframkvæmd – Lögskýring – Eignarskattsstofn, ákvörðun – Lok skattskyldu dánarbús – Erfðafjárskýrsla – Erfðafjárskattur, greiðsla – Erfingi

Kærð er endurákvörðun ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum gjaldárin 1982, 1983, 1984 og 1985. Er kæruefnið sú ákvörðun ríkisskattstjóra að telja til eignarskattsstofns nefnd gjaldár fasteignamatsverð íbúðar að S-götu í Reykjavík. Krefst kærandi þess að þessari ákvörðun verði hnekkt með því að íbúð þessi hafi fallið einkalögerfingja X. í hlut við andlát hennar í apríl 1980 og erfinginn, A. talið hana til eignar á skattframtölum hennar.

Með bréfi, dags. 6. mars 1987 krefst ríkisskattstjóri þess að ákvörðun sín verði staðfest. Eru sjónarmið hans þau að dánarbú sé sjálfstæður skattaðili samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt þar til búskiptum hafi verið lokið þann 6. nóvember 1985 með skilum erfðafjárskýrslu og greiðslu erfðafjárskatts.

Svo hefur verið litið á að við framkvæmd skattalaga hér á landi að dánarbú undir skiptum séu sjálfstæðir skattaðilar og til eignarskattstofns falli allar eigur hins látna til skiptaloka. Verður því að hafna kröfum kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja