Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 493/1987

Gjaldár 1986

Lög nr. 75/1981 — 30. gr. 3. mgr.  

Húsaleigutekjur – Útleiga íbúðarhúsnæðis – Eignatekjur – Frádráttarheimild – Frádráttarbærni – Húsnæðislán

Kærandi sem ber takmarkaða skattskyldu hér á landi gerir kröfu um að rekstrartap frá fyrra ári vegna útleigu fasteignar 42.814 kr. og afborganir af húsnæðislánum 18.442 kr. verði leyfð til frádráttar húsaleigutekjum.

Kröfugerð ríkisskattstjóra f.h. gjaldkrefjenda, dags. 7. maí 1987, er á þá leið að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Með skírskotun til 3. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er kröfu kæranda synjað.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja