Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 867/1987

Gjaldár 1984

Lög nr. 75/1981 — 61. gr.  

Tekjuuppgjörsaðferð — Tekjuuppgjör — Tekjutímabil — Byggingarstarfsemi

Kærð er endurákvörðun skattstjóra á opinberum gjöldum kæranda gjaldárið 1984.

Í skattskilum sínum gjaldárið 1984 miðaði kærandi tekjufærslu sína af byggingarrekstri við innborganir samkvæmt ákvæðum 61. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Skattstjóri féllst eigi á að nefnd starfsemi kæranda væri þess eðlis að honum væri heimilt að nota tilvitnaða lagagrein við tekjuframtal sitt. Breytti skattstjóri skattframtali kæranda árið 1984 í samræmi við það svo og áður álögðum opinberum gjöldum það ár. Í kæru til ríkisskattanefndar er þess krafist að ákvörðun skattstjóra verði hnekkt.

Með bréfi dags. 13. nóvember 1987 krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Úrskurð skattstjóra þykir bera að staðfesta með vísan til forsendna hans, en eigi er deilt um fjárhæðir í máli þessu.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja