Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 43/1988

Gjaldár 1986

Lög nr. 75/1981 — 7. gr. A-liður 2. tl.  

Skattskyldar tekjur – Barnalífeyrir – Lífeyrissjóður – Barnalífeyrir v/ látins foreldris – Lífeyrir – Eftirlaun

Málavextir eru þeir, að kærandi færði í reit T2 í skattframtali sínu 1986, barnalífeyrir 135.629 kr. frá Lífeyrissjóði sjómanna. Skattstjóri skipti þessari greiðslu í samræmi við launasamdráttarblað í greitt eftirlaun 85.645 kr. og greiðslu með barni 49.984 kr. Í kæru til skattstjóra, dags. 28. ágúst 1986, var þess farið á leit að felld yrðu niður álögð gjöld á barnalífeyri greiddan af Lífeyrissjóði sjómanna vegna barna hennar og fyrrum maka er lést af slysförum nokkrum árum áður. Ekki hefðu áður verið lögð opinber gjöld á barnalífeyrinn. Með kæruúrskurði uppkveðnum 26. nóvember 1986 synjaði skattstjóri kröfu kæranda. Með vísan til 2. tl. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981, væri hér um skattskyldar tekjur að ræða án nokkurs frádráttar.

Úrskurði skattstjóra hefur umboðsmaður kæranda skotið til ríkisskattanefndar með svofelldri kæru:

„Í skattframtali hennar og sambýlismanns hennar Ó. var í reit T2 tilgreindar dánarbætur frá Lífeyrissj. sjómanna kr. 135.629. Samkvæmt leiðbeiningum ríkisskattstjóra við útfyllingu skattframtala einstaklinga árið 1986 teljast þessar bætur ekki til tekna sbr. undantekningar b liðar bls. 9, þ.e. 8 ára bætur og sbr. 28. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75 frá 1981.

Þess er því farið á leit að heimilt verði að leiðrétta skattframtal hennar í þessu atriði og útsvarsstofn og tekjuskattsstofn verði lækkaðar sem þessu nemur.“

Í bréfi til ríkisskattanefndar, dags. 25. janúar 1987, gerir umboðsmaðurinn jafnframt grein fyrir ástæðum síðbúinnar kæru.

Kröfugerð ríkisskattstjóra f.h. gjaldkrefjenda, dags. 12. október 1987, er á þá leið að kærunni verði vísað frá ríkisskattanefnd þar sem hún virðist allt of seint fram komin. Telji meintan formgalla, er gerð sú krafa að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Eftir atvikum þykir mega taka kæruna til efnismeðferðar. Barnalífeyrir sá sem um ræðir í máli þessu er greiddan af Lífeyrissjóði sjómanna. Er ekkert ákvæði í skattalögum sem undanþiggur þær greiðslur skattskyldu í hendi kæranda. Er kröfum hans því hafnað.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja