Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 2/1990

Gjaldár 1987

Lög nr. 75/1981 — 32. gr. — 55. gr. — 55. gr. A  

Fjárfestingarsjóður — Álag — Álag á tekjufært fjárfestingarsjóðstillag — Fjárfestingarsjóðstillag — Ráðstöfun fjárfestingarsjóðstillags — Fyrning — Fyrning á móti tekjufærslu fjárfestingarsjóðstillags — Fyrnanleg eign — Bifreið — Einkabifreið — Fyrning, sérstök — Sérstök fyrning — Lausafé — Ófyrnanlegt lausafé — Sérstök fyrning á móti tekjufærslu fjárfestingarsjóðstillags

Kæruefnið er sú ákvörðun skattstjóra að bæta álagi samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 55. gr. A laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, á tillag í fjárfestingarsjóð, sem ekki var notað í samræmi við ákvæði 55. gr. sömu laga. Byggði skattstjóri á því að skylt hafi verið að beita álaginu og engin lagaheimild væri til að fella það niður.

Kröfugerð umboðsmanns kæranda fyrir ríkisskattanefnd er svohljóðandi:

„Í bréfi mínu frá 24. maí s.l. er því lýst hvernig umbj. mínir hafa hagað bókun á verslunarbifreið og hvernig hún er notuð. Ný bifreið er keypt. Notaður er til þess fjárfestingarsjóður. Þar sem bifreiðin er ekki samþykkt sem verslunarbifreið er meðferð fjárfestingarsjóðs röng.

Skattstjóri leggur á umbj. mína viðurlög sem ég fer fram á að verði felld niður, þar sem talið var að rétt væri að fjárfestingu staðið. Allt gert í þeirri góðu trú að verslunarbifreiðin væri rekstrarbifreið en ekki einkabifreið.

Ég ítreka hér með beiðni um lækkun teknaviðbótar sem nemur viðurlögum á tekjufærðan fjárfestingarsjóð.“

Með bréfi, dags. 9. nóvember 1989, krefst ríkisskattstjóri þess fyrir hönd gjaldkrefjanda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Úrskurð skattstjóra þykir bera að staðfesta með vísan til forsendna hans.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja