Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 474/1988

Söluskattur

Lög nr. 10/1960 — 2. gr. 2. mgr.  

Söluskattsskylda — Söluskattsskyld starfsemi — Eigin notkun — Bifreiðaverkstæði — Þvottahús — Dómur bæjarþings Reykjavíkur mál nr. 3180/1986 — Bæjarþingsdómur — Eigin þjónusta

Kærður er úrskurður skattstjóra, dags. 19. mars 1986 um álagningu sölugjalds fyrir september 1985 vegna eigin bílaverkstæða og eigin þvottahúss og þess krafist að hún verði felld niður.

Með bréfi, dags. 7. apríl 1987, krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til röksemda hans.

Með vísan til þess sem fram kemur í dómi í bæjarþingsmálinu nr. 3180/1986: Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs gegn Eimskipafélagi Íslands h.f., uppkveðinn 26. nóvember 1987, er eigi fallist á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja