Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 101/1989

Gjaldár 1988

Lög nr. 75/1981 — 54. gr.  

Fjárfestingarsjóður — Fjárfestingarsjóðstillag — Fjárfestingarsjóðsreikningur — Innborgun á fjárfestingarsjóðsreikning — Bundinn reikningur — Binditími — Innborgunarfrestur

Málavextir eru þeir, að kærandi tilfærði 40% tillag að fjárhæð 1.830.000 kr. í fjárfestingarsjóð á skattframtali árið 1988. Skattstjóri felldi þetta tillag niður. Þessi breyting var af hálfu kæranda kærð til skattstjóra með bréfi, dags. 2. ágúst 1988, og það staðhæft, að innborgun á sérstakan fjárfestingarreikning við banka hefði verið framkvæmd innan tilskilinna tímamarka. Framkvæmdastjóri kæranda sendi skattstjóra annað bréf, dags. 15. september 1988. Til áréttingar og til að forða misskilningi kvaðst hann vilja upplýsa eftirfarandi:

„Undirritaður átti símtal við afgreiðslu bankans í lok máísmánaðar s.l. og bað um millifærslu á kr. 915.000,- úr ábótarreikningi fyrirtækisins í bankanum til fjárfestingarsjóðsbókar, sem þar er einnig. Viðmælandi í bankanum kvaðst mundi armast þetta, en fyrirmæli væru um að stofna nýjan fjárfestingarreikning vegna hvers árs sérstaklega, sem að sjálfsögðu var ekkert við að athuga.

Einhverra hluta vegna bókaðist þessi millifærsla ekki fyrr en 1. júní 1988. Þetta, vonandi verður ekki til tjóns fyrir félagið þar sem auðsjáanlegar bókanir hafa dregist um einn dag.“

Skattstjóri kvað upp úrskurð í málinu þann 3. nóvember 1988 og hafnaði kröfu kæranda með svofelldum rökum:

„Skattframtali kæranda fylgdi kvittun frá banka, sem sýndi innlegg á verðtryggðan sparireikning kr. 915.000.- og var hún stimpluð í bankanum 1. júní s.l.
Innborgunin er of seint innt af hendi, og var tillagi í fjárfestingarsjóð
því hafnað.
Ekki þykja ástæður til að breyta þeirri ákvörðun nú.
Þótt fallist yrði á kröfu kæranda um frádrátt yrði fjárfestingarsjóðstillag aðeins kr. 1.372.590.- eða 30% af hreinum tekjum, sbr. 4. gr. laga nr. 21/1988 (sic), um breytingu á lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum.“

Kæruúrskurði skattstjóra hefur af hálfu kæranda verið skotið til ríkisskattanefndar með kæru umboðsmanns hans, dags. 1. desember 1988. í henni eru málavextir fyrst raktir en síðan segir:

„A, framkvæmdastjóri félagsins var ætíð viss um, að hann hafði gert ráðstafanir innan tilskilinna tímamarka um, að innborgun á sérstakan fjárfestingarsjóðsreikning yrði gerð með millifærslu af innistæðu félagsins á öðrum reikningi í bankanum.

Nú hefur bankinn staðfest, að það var rétt og fylgir sú staðfesting hér með.

Á þeim grundvelli er málinu nú skotið til ríkisskattanefndar og óskað eftir að heimilaður verði frádráttur á tillagi í fjárfestingarsjóð kr. 1.372.590.-, sem er 30% af hreinum tekjum félagsins á árinu 1987— framtal 1988, sbr. 4. gr. 1. 21/1988 (sic), um breytingu á lögum nr. 75/1981 með síðari breytingum.“

Ríkisskattstjóri hefur með bréfi, dags. 4. janúar 1989, gert svofelldar kröfur í máli þessu fyrir gjaldkrefjenda hönd:

„Með hliðsjón af framkomnum gögnum og með vísan til 54. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 4. gr. laga nr. 2/1988 um breytingu á þeim lögum, er fallist á kröfu kæranda.“

Eins og mál þetta liggur nú fyrir er fallist á kröfu kæranda í málinu.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja