Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 550/1989

Gjaldár 1987

Lög nr. 75/1981 — 54. gr.  

Fjárfestingarsjóður — Fjárfestingarsjóðsreikningur — Fjárfestingarsjóðstillag — Innborgun á fjárfestingarsjóðsreikning

Kæruefnið er sú ákvörðun skattstjóra að synja kæranda um frádrátt frá tekjum vegna tillags í fjárfestingarsjóð vegna formgalla í fjárfestingarsjóðsreikning. í kæru sinni til ríkisskattanefndar gerir umboðsmaður kæranda svofellda grein fyrir kröfu sinni:

„Málavextir eru þeir, eins og fram kemur í meðfylgjandi gögnum, að skattaðili færði kr. 446.866 sem tillag í fjárfestingarsjóð í ársreikningi 1986, eða á skattframtali 1987. Skattaðili hafði nýtt sér samskonar heimild árið á undan en vegna síðbúins uppgjörs og fjarveru af landinu um það leyti, lagði hann allnokkru hærri fjárhæð inn á fjárfestingarsjóðsreikning á árinu 1986 en honum bar. Þar sem umframinnstæða á þeim fjárfestingarsjóðsreikningi nam hærri fjárhæð en því tillagi, sem honum bar að greiða á árinu 1987, taldi hann að innborgunarskyldu væri fullnægt og lét innstæðuna standa óhreyfða. A þetta vildi skattstjóri ekki fallast á þeirri forsendu að skattaðila hefði borið að leggja inn á nýjan fárfestingarsjóðsreikning á árinu 1987 og lagði skatt á fjárfestingarsjóðstillagið.

Fyrir hönd framangreinds skattaðila kærum við úrskurð skattstjóra til ríkisskattanefndar þar sem við teljum að efnisatriðum í ákvæðum gildandi skattalaga um innborgunarskyldu á fjárfestingarsjóðsreikning hafi verið fullnægt. Jafnframt staðfestum við að innstæða á nefndum fjárfestingarsjóðsreikningi, hjá X-banka, var óhreyft í árslok 1987 og nam kr. 409.716, og vextir hafa að fullu verið tekjufærðir í rekstrarreikningi skattaðila.“

Með bréfi, dags. 14. júní 1989, gerir ríkisskattstjóri svofellda kröfu í máli þessu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Að kröfu kæranda verði hafnað. Ákvæði 1. mgr. 54. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, verða eigi skýrð eða skilin svo, að þau heimili hinn umkrafða frádrátt.“

Ákvæði 1. mgr. 54. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, þykja eigi girða fyrir hinn umkrafða frádrátt. Er því fallist á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja