Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 596/1989
Söluskattur 1983,1984,1985
Lög nr. 10/1960
Söluskattsskylda — Söluskattsskyld starfsemi — Lausafjárleiga
Kærð er sú ákvörðun að gera kæranda að standa skil á sölugjaldi vegna útleigu bifreiða á árunum 1983, 1984 og 1985. Er þess krafist að þessi ákvörðun verði felld úr gildi þar sem kærandi „leigði bifreiðar eingöngu bandarískum sérfræðingum á vegum fjarskiptadeildar varnarliðsins og þar af leiðandi ekki söluskattsskylt samkvæmt varnarsamningi.“
Með bréfi, dags. 15. september 1989, krefst ríkisskattstjóri staðfestingar á hinum kærða úrskurði.
Kærandi þykir eigi hafa sýnt fram á að bifreiðaleiga sú sem um ræðir í máli þessu, njóti undanþágu samkvæmt þeim heimildum, sem hann ber fyrir sig. Er kröfu hans því synjað.