Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 637/1989

Gjaldár 1988

Lög nr. 75/1981 — 31. gr. 1. tl.   Lög nr. 73/1980 — 35. gr. 1. mgr.  

Aðstöðugjald — Aðstöðugjaldsstofn — Undirverktaki — Greiðslur til undirverktaka — Rekstrarkostnaður

Kærð er álagning aðstöðugjalds gjaldárið 1988. Er ágreiningsefnið sú ákvörðun skattstjóra að telja greiðslur kæranda til undirverktaka til aðstöðugjaldsstofns. Af hálfu kæranda er þessari ákvörðun skattstjóra mótmælt. Er á það m.a. bent að samanlagður aðstöðugjaldsstofn aðal- og undirverktaka sé hinn raunverulegi aðstöðugjaldsstofn vegna viðkomandi framkvæmdar, ella væri um að ræða tvöfalda innheimtu aðstöðugjalds.

Með bréfi, dags. 15. september 1989, krefst ríkisskattstjóri þess fyrir hönd gjaldkrefjenda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Greiðslur kæranda til undirverktaka sinna telst hafa verið rekstrarkostnaður hans í skilningi 1. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Skv. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 73/1980, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum, skal aðstöðugjaldsstofn vera rekstrarkostnaður sá sem um ræðir í nefndu ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt. Með þessum athugasemdum er úrskurður skattstjóra staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja