Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 108/1985

Gjaldár 1984

Lög nr. 75/1981, 23. gr. 2. mgr., 31. gr. 1. tl., 34. gr.   Lög nr. 73/1980, 37. gr.  

Aðstöðugjaldsstofn — Tap af sölu atvinnurekstrareignar — Sölutap — Rekstrarkostnaður

Kært er álagt aðstöðugjald gjaldárið 1984 og þess krafist að það tap af sölu verkstæðishúsnæðis, sem fært er til frádráttar tekjum verði ekki látið mynda stofn við ákvörðun aðstöðugjalds. Telur umboðsmaður kæranda að þar sem gjaldfærsla tapsins við ákvörðun tekjuskatts væri byggð á 23. og 34. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, en ekki á 1. tl. 1. mgr. 31. gr. sömu laga væri það tap ekki aðstöðugjaldsskylt skv. 37. gr. laga nr. 73/1980, um tekjustofna sveitarfélaga. Skattstjóri taldi hins vegar að skv. 2. mgr. 23. gr. og 34. gr. fyrrnefndra laga væri heimilt að færa tapið til gjalda sem fyrningu og félli því undir ákvæði 1. tl. 1. mgr. 31. gr. laganna og því aðstöðugjaldsskylt skv. 37. gr. laga nr. 73/1980.

Með bréfi dags. 18. febrúar 1985 krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Fallist er á kröfur kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja