Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 286/1985

Gjaldár 1984

Lög nr. 75/1981, 7. gr. C-liður 2. tl., 30. gr. 3. mgr.  

Húsaleigutekjur — Viðhaldskostnaður íbúðarhúsnæðis — Íbúðarhúsnæði — Frádráttarheimild — Álagningarmeðferð skattstjóra

Kærð er sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda 1984 að heimila ekki til frádráttar húsaleigutekjum viðhaldskostnað vegna hinnar útleigðu íbúðar að fjárhæð 22.310 kr. Er þess krafist að sú ákvörðun verði felld úr gildi og álögðum opinberum gjöldum gjaldársins 1984 breytt til samræmis. Gerir kærandi ítarlega grein fyrir þeirri kröfu sinni.

Með bréfi, dags. 11. apríl 1985, fellst ríkisskattstjóri á kröfu kæranda.

Með vísan til ákvæða 3. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt og til kröfugerðar ríkisskattstjóra í máli þessu svo og þess sem upplýst er af hálfu kæranda um hið kærða atriði, er fallist á framkomnar kröfur kæranda. Úrskurður þessi leiðir ekki til breytinga á opinberum gjöldum þar sem skattstjóri hækkaði ekki gjaldstofna til samræmis við hina kærðu breytingu á skattframtali 1984.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja