Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 340/1985

Gjaldár 1984

Reglugerð nr. 145/1982, 12. gr. 1. tl.   Lög nr. 14/1965, 2. gr.  

Launaskattur — Launaskattsskylda — Landbúnaður — Launaskattsundanþága — Frjótæknir — Lögskýring — Búfjárrækt

Kærð er álagning launaskatts árið 1984 vegna greiddra launa til frjótækna og þess krafist að hún verði felld niður með því að störf þeirra séu undanþegin launaskattsskyldu skv. 1. tl. 12. gr. reglugerðar nr. 145/1982 um launaskatt. Með hinum kærða úrskurði fellst skattstjóri eigi á það að störf frjótækna féllu undir undanþáguákvæði þetta.

Með bréfi, dags. 19. júní 1985, gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Skv. 2. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt eru allir launagreiðendur skattskyldir. Í 3. mgr. 2. gr. sömu laga og 12. gr. reglugerðar nr. 145/1982 er undanþáguákvæði og lítur ríkisskattstjóri svo á að frjótæknar falli ekki undir greind ákvæði.

Er því krafist staðfestingar á hinum kærða úrskurði.“

Með vísan til þess sem fram kemur í kröfugerð ríkisskattstjóra er kröfum kæranda synjað.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja