Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 472/1984

Gjaldár 1983

Lög nr. 75/1981, 7. gr., 60. gr.  

Verktakastarfsemi — Tekjuuppgjör — Vanefndir verktaka — Tekjutímabil — Skaðabætur innan samninga

Málavextir eru þeir að á árinu 1982 tók kærandi að sér „að pússa og slípa gólf“ í tiltekinni nýbyggingu í Reykjavík. Síðan komu í ljós miklir gallar á gólfinu og samþykkti kærandi þann 22. júlí 1983 að greiða verkkaupa skaðabætur. Efndir voru í því fólgnar að kröfur kæranda á hendur verkkaupa voru lækkaðar sem námu bótafjárhæðinni. Krefst kærandi þess að honum verði heimilað að færa bæturnar til frádráttar tekjum ársins 1982, þar sem tjónsatburður hafi orðið á því ári, þegar verkið var unnið. Ekki geti skipt máli hvenær bótaskyldan er viðurkennd svo sem skattstjóri álíti.

Með bréfi dags. 14. maí 1984 krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Af gögnum málsins virðast tekjur kæranda af umræddu verki hafa orðið 180.000 kr. lægri en tilgreint var í skattframtali árið 1983. Er því fallist á þá kröfu hans og lækka framtaldar hreinar tekjur af atvinnurekstri svo og hreina eign um þá fjárhæð.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja