Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 474/1984
Gjaldár 1983
Lög nr. 75/1981, 79. gr., 83. gr., 84. gr.
Dánarbú — Eignarskattsstofn — Eignarskattsákvörðun — Eignarskattsútreikningur — Lögaðili — Tímaviðmiðun eignarskattsstofns
Kærður er álagður eignarskattur gjaldárið 1982 og þess krafist að við útreikning skattstofnsins verði farið eftir ákvæðum 83. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, en eigi 84. gr. eins og skattstjóri byggi á.
Með bréfi, dags. 9. febrúar 1984 krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur þar sem telja verði að hann sé byggður á þeim lagareglum er gilda um skattlagningu dánarbúa.
Eignarskatt skal miða við eignarskattsstofn skattaðila í árslok. Með þessari athugasemd er úrskurður skattstjóra staðfestur.