Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 545/1984

Gjaldár 1982

Reglugerð nr. 145/1982, 12. gr. 1. tl.   Reglugerð nr. 119/1965, 10. gr.   Lög nr. 14/1965, 2. gr. 3. mgr.  

Launaskattur — Launaskattsskylda — Ræktunarsamband — Jarðræktarframkvæmdir — Landbúnaður — Launaskattsundanþága — Bújörð — Ræktunarvinna

Kærð er álagning launaskatts gjaldárið 1982 vegna launa greiddra á árinu 1981. Er þess krafist að álagningin verði felld niður, þar sem ræktunarvinna hjá bændum hafi ekki verið launaskattskyld skv. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt. Skattstjóri taldi hins vegar að ræktunarsambönd féllu ekki undir þá undanþágu og féllst því ekki á kröfu kæranda.

Með bréfi dags. 10. ágúst 1984 krefst ríkisskattstjóri þess að „úrskurður skattstjóra verði staðfestur enda verður ekki annað séð en að launagreiðslur kæranda skapi honum launaskattsskyldu.“

Staðhæfing kæranda um að launagreiðslur hans á árinu 1981 hafi verið vegna ræktunarvinnu í þágu bænda hefur ekki sætt andmælum. Laun vegna jarðræktarframkvæmda á bújörðum eru undanþegin launaskatti, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 119/1965, um launaskatt, nú 12. gr. reglugerðar nr. 145/1982 um sama efni. Er því fallist á kröfu kæranda í máli þessu.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja