Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 20/1983

Gjaldár 1982

Lög nr. 75/1981, 31. gr. 1. mgr. 7. tl., 62. gr. 3. tl. 3. mgr., 106.gr.  

Álag — Rekstrartap, yfirfæranleiki hjá manni í atvinnurekstri — Frádráttarbærni rekstrartaps frá launatekjum — Landbúnaður

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1982 og þess krafist að fellt verði niður 25% álag á gjaldstofna, sem skattstjóri beitti vegna síðbúinna framtalsskila. Jafnframt er þess krafist að tekinn verði til greina sem frádráttur tap á landbúnaði eftir heimild í 7. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

Með bréfi, dags. 13. desember 1982, fellst ríkisskattstjóri fyrir hönd gjaldkrefjenda á að álagsbeiting verði felld niður með vísan til heimildar í 106. gr. laga nr. 75/1981.

Að virtum aðstæðum kæranda er fallist á þá kröfu hans að álagsbeiting skattstjóra verði felld niður. Hins vegar er ekki fallist á þá kröfu kæranda að tap á landbúnaðarrekstri hans komi til frádráttar launatekjum hans, sbr. 3. mgr. 3. tl. 62. gr. laga nr. 75/1981.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja