Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 285/1983
Gjaldár 1982
Lög nr. 75/1981, 106. gr.
Vanframtaldar tekjur — Fæðingarorlof — Álag — Tryggingastofnun ríkisins — Bótamiði
Kærandi fer þess á leit, að álag, sem skattstjóri bætti við vanframtalda fæðingarorlofsgreiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins, verði fellt niður.
Af hálfu ríkisskattstjóra er þess krafist með bréfi, dags. 15. apríl 1983, að úrskurður skattstjóra, dags. 25. febrúar 1983, þar sem synjað er um niðurfellingu nefnds álags, verði staðfestur, enda verði eigi séð, að fyrir hendi séu ástæður, sem mæli með niðurfellingu álags.
Eftir atvikum þykir mega taka kröfu kæranda til greina.