Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 444/1983

Gjaldár 1980

Lög nr. 75/1981, 26. gr., 31. gr. 1. mgr. 7. tl., ákvæði til bráðabirgða III. og IV.   Lög nr. 68/1971, 11. gr. B-liður 2. mgr.  

Rekstrartöp — Rekstrartöp, yfirfæranleiki — Yfirfærsla rekstrartaps — Verðbreytingarstuðull — Framreikningur — Tengsl eldri laga og yngri — Fyrning — Eftirstöðvar rekstrartapa frá fyrri árum — Yfirfæranleg rekstrartöp

Í kæru, dags. 26. september 1980, til skattstjóra var gerð sú krafa, að eftirstöðvar rekstrartapa frá árunum 1964 til og með 1972 yrðu viðurkennd sem útgjöld í skilningi 7. tl. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. d-lið 15. gr. laga nr. 7/1980 að teknu tilliti til framreiknings þeirra samkvæmt verðbreytingarstuðli. Með úrskurði, dags. 18. desember 1980, hafnaði skattstjóri kröfu kæranda. Taldi hann, að kærandi hefði eigi sýnt fram á að hvaða marki 2. og 3. ml. 2. mgr. B-liðs 11. gr. laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt kæmi til skoðunar í málinu.

Úrskurði skattstjóra hefur kærandi skotið til ríkisskattanefndar með kærubréfi, dags. 15. janúar 1981. Gerðar eru þær kröfur, að úrskurður skattstjóra verði úr gildi felldur, rekstrarhalli kæranda árin 1964 til og með 1972 verði viðurkenndur frádráttarbær frá tekjum á gjaldárinu 1980, framreiknaður skv. ákvæðum 26. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og gjöld ákvörðuð upp á nýtt. Þá er óskað eftir úrskurði ríkisskattanefndar varðandi fjárhæð yfirfæranlegs rekstrartaps til næsta árs. Til vara gerir kærandi þá kröfu, að sá hluti rekstrarhalla hans, sem myndast hafi af fyrningum á árunum 1964 til 1972 verði viðurkenndur frádráttarbær frá tekjum framreiknaður skv. 26. gr.

Kærunni fylgir yfirlit yfir rekstrartap (hagnað) kæranda hvert áranna 1964 til 1972 svo og fyrningar hvers árs.

Af hálfu ríkisskattstjóra er með bréfi, dags. 14. júlí 1983, gerð svofelld krafa í máli þessu fyrir gjaldkrefjenda hönd:

„Fallist er á að byggt verði á upplýsingum kæranda við meðferð málsins.“

Fallist er á varakröfu kæranda með eftirgreindum hætti:

Ár:

Framtal:

Yfirfæranlegt:

Uppsafnað

Gkr.

Gkr.

1964

1965

0

0

1965

1966

49.683

49.683

1966

1967

667.839

717.522

1967

1968

915.274

1.632.796

1968

1969

991.668

2.624.464

1969

1970

0

2.091.244

1970

1971

558.251

2.649.495

1971

1972

363.172

3.012.667

1972

1973

333.843

3.346.510

Í ákvæði III til bráðabirgða í lögum nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 50. gr. laga nr. 7/1980 er fram tekið að yfirfæranleg rekstrartöp, sem myndast hafa fyrir ársbyrjun 1979 sbr. 2. mgr. B-liðs 11. gr. laga nr. 68/1971, skuli heimilt að flytja milli ára og draga frá tekjum, sbr. ákvæði 7. töluliðs 1. mgr. 31. gr. og skuli þau framreiknuð með sama stuðli og gildi um tap ársins 1979. Krafa kæranda um framreikning yfirfæranlegs rekstrartaps hvers árs eftir verðbreytingarstuðli þess árs til notkunar við endurmat á eignum skv. ákvæði IV til bráðabirgða, á sér ekki lagastoð og er henni því hafnað.

Samkvæmt framanrituðu nema yfirfæranleg rekstrartöp kæranda vegna áranna

Samkvæmt framanrituðu nema yfirfæranleg rekstrartöp kæranda vegna áranna
1964 — 1972 samtals Gkr. 3.346.510
Tekjur á skattframtali kæranda 1980
eftir breytingar skattstjóra voru -138.906
Gkr. 3.207.604

Álagður tekjuskattur gjaldárið 1980 gkr. 91.187 fellur niður. Til samræmis við breytingar skattstjóra á skattframtali kæranda 1980 þykir bera að fella niður álagt aðstöðugjald gkr. 2.000. Þá þykir bera að leiðrétta hreina eign á skattframtali kæranda 1980 til lækkunar gkr. 104.470.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja