Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 521/1983

Sölugjald 1980

Lög nr. 10/1960  

Mótaleiga — Söluskattsskylda — Byggingarstarfsemi — Eigin notkun — Byggingarmót — Sönnun — Sönnunarbyrði — Söluskattsskyld velta

Kærð er sú ákvörðun skattstjóra að heimila kæranda ekki, við afstemmingu söluskattsskila vegna ársins 1980, að færa til frádráttar heildarveltu samkvæmt ársreikningi og bókhaldi þess árs tekjufærð reiknuð eigin afnot af byggingarmótum. Byggði skattstjóri þá ákvörðun sína á því að mótaleiga væri ávallt söluskattsskyld. Með bréfi dags. 16. ágúst 1983 krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur.

Hvorki skattstjóri né ríkisskattstjóri þykja hafa sýnt fram á að með hvaða hætti notkun kæranda á eigin byggingarmótum eigi að leiða til söluskattsskyldu. Að svo vöxnu þykir verða að fallast á kröfur kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja