Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 545/1983
Gjaldár 1982
Lög nr. 75/1981, 30. gr. 3. mgr.
Ritstörf — Ritlaun — Frádráttarbær kostnaður
Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1982 og þess krafist að kostnaður að fjárhæð 1.176 kr. verði leyfður til frádráttar tekjum af ritstörfum áður en skattur er á þær lagður.
Með bréfi dags. 19. september 1983 gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda:
„Að breyting skattstjóra að færa ritlaun kæranda undir lið T6 á framtali verði staðfest. Hins vegar þykir mega fallast á að kærandi hafi haft kostnað við öflun téðra tekna er nemi a.m.k. 1.176 kr.“
Með vísan til ákvæða 3. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt er fallist á kröfur kæranda.