Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 262/1982
Gjaldár 1979
Lög nr. 10/1960
Söluskattur — Bifreiðaviðskipti — Sala notaðra bifreiða — Söluskattsskylda — Lagaheimild
Kærð er sú ákvörðun skattstjóra að miða sölugjald kæranda vegna ársins 1979 við heildarsöluverð notaðra bifreiða, sem kærandi keypti, lagfærði og seldi á því ári. Kærandi hefur staðið skil á sölugjaldi af vinnu sinni við lagfæringu á bifreiðunum, áður en til sölu þeirra kom. Er eigi um það sölugjald deilt í máli þessu. Krefst kærandi þess að hækkun skattstjóra á sölugjaldi ársins 1979 verði felld niður.
Með bréfi dags. 15. febrúar 1982 krefst ríkisskattstjóri staðfestingar á úrskurði skattstjóra.
Eigi þykir vera fyrir hendi örugg heimild í lögum um söluskatt til að gera kæranda að greiða hið umdeilda sölugjald og er það því fellt niður.