Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 280/1982

Gjaldár 1981

Lög nr. 75/1981 5. tl. 1. mgr. 2. gr., 6. tl. 4. gr.  

Skattskylda — Ungmennafélag — Atvinnurekstur — Skattfrelsi — Kæruheimild — Framkvæmdarreglur skattalaga

Kærð er álagning eignarskatts gjaldárið 1981 og þess krafist að hann verði felldur niður. Við álagningu gjalda 1981 lagði skattstjóri eignarskatt á kæranda sem var ungmennafélag, í samræmi við niðurstöðu efnahagsreiknings pr. 31. desember 1980 sem honum hafði borist. Af hálfu kæranda var álagningin kærð til skattstjóra sem vísaði kærunni frá sem of seint fram kominni. Með bréfi dags. 16. mars 1982 krefst ríkisskattstjóri staðfestingar á frávísunarúrskurði skattstjóra.

Við athugun á ársreikningi kæranda fyrir árið 1980 kemur í ljós að hann hafi ekki rekið atvinnu á því ári og er hann því undanþeginn skattskyldu skv. 6. tl. 4. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Var hann því á gjaldárinu 1981 ekki bundinn af ákvæðum IX og X kafla nefndra laga. Er því frávísunarúrskurði skattstjóra hrundið og á kröfur kæranda fallist.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja