Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 292/1982

Gjaldár 1981

Lög nr. 75/1981, 53. gr.  

Verðbreytingarfærsla — Lok atvinnurekstrar — Söluhagnaður — Frestun skattlagningar söluhagnaðar — Tímaviðmiðun verðbreytingarfærslu

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1981. Er þess krafist, að til frádráttar á tekjufærðum söluhagnaði, sem til varð við sölu báts á árinu 1978 og frestað var að tekjufæra um tvenn áramót með heimild í 11. mgr. E-liðs 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, komi gjaldfærsla vegna verðbreytinga skv. 53. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, af tiltekinni eigna- og skuldastöðu í ársbyrjun 1979. Með kæruúrskurði sínum dags. 28. október 1981 synjaði skattstjóri þessari kröfu á þeirri forsendu að kærandi hafi hætt rekstri á árinu 1979 og í lok þess árs væri eigi um að ræða tilvist eigna og skulda er tengist atvinnurekstri. í kæru sinni til ríkisskattanefndar bendir kærandi á að reikna beri verðbreytingarfærslu á því ári sem rekstri lýkur. Rekstri teljist ekki lokið fyrr en allar kröfur og skuldir tengdar rekstrinum hafi verið greiddar og reikna beri verðbreytingarfærslu á eignir og skuldir í byrjun reikningsárs óháð því hvort einhverjar eignir eða skuldir verði til í lok reikningsársins.

Með bréfi dags. 15. febrúar 1982 krefst ríkisskattstjóri staðfestingar á úrskurði skattstjóra með vísan til forsendna hans.

Fallist er á kröfur kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja