Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 318/1982

Gjaldár 1981

Lög nr. 75/1981, 15. gr., 20. gr.  

Söluhagnaður ófyrnanlegs lausafjár — Skattfrelsi — Gróðaskyn — Bifreiðasala — Bátasala — Tómstundastarf — Atvinnurekstur — Ákvörðun söluhagnaðar — Skattskyldar tekjur — Frádráttarheimild — Launatekjur — Sölutap — Yfirfærsla taps

Kærandi taldi fram til skatts fyrir álagningu gjalda gjaldárið 1981. Með bréfi dags. 9. júní 1981 tilkynnti skattstjóri kæranda um að skattskyldur hagnaður vegna sölu bíla og báts hefðiveriðhækkaðurum3 205 091 kr. eða úr 951 399 kr., sem fram var talið, í 4 156 490 kr. Vísaði skattstjóri ákvörðun sinni til stuðnings í 20. gr. og 95. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Var skattframtalið þannig breytt lagt til grundvallar við álagningu opinberra gjalda, sem tilkynnt var m. a. með auglýsingu birtri í Lögbirtingablaði því sem út kom þann 31. júlí 1981, sbr. 98. gr. nefndra laga. Af hálfu kæranda var umræddri breytingu skattstjóra mótmælt með bréfi dags. 9. júlí 1981. í því sambandi var á það bent, að hagnaður af sölu bátsins væri ekki skattskyldur skv, 2. mgr. 15. gr. skattalaganna. Hér væri um að ræða sölu á einum einstökum báti og geti það ekki talist atvinnurekstur hjá manni sem væri í fullu starfi hjá öðrum, heldur verði að líta á þetta sem tómstundagaman. Ekki væri báturinn heldur keyptur með það í huga að hagnast á sölu hans, heldur til þess að leika sér á honum, sbr. þátttöku kæranda í „sjórallý.“ Með bréfi dags. 26. ágúst 1981 kærði kærandi breytinguna til skattstjóra. Benti hann á að hann hefði mótmælt hækkun á skattskyldum tekjum með bréfi dags. 9. júlí 1981, en því bréfi hefði ekki verið svarað. Krafðist hann þess að gjöld yrðu lögð á í samræmi við skattframtal sitt. Með úrskurði dags. 8. september 1981 synjaði skattstjóri kröfum kæranda. Byggði skattstjóri þá ákvörðun sína á því, að samkvæmt skattframtölum kæranda árin 1979,1980 og 1981 hefði hann rekið bílasölu og bátasölu. Með tilliti til þess og ákvæðum 20. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt verði ekkí annað séð en að söluhagnaður bátsins væri að fullu skattskyldur.

Kærandi hefur skotið kæruúrskurði skattstjóra til ríkisskattanefndar með kæru dags. 7, október 1981. Eru gerðar sömu kröfur og í kærunni til skattstjóra. Getur kærandi þess að skilyrði fyrir skattlagningu skv. 20. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt, sem skattstjóri skírskoti til, séu það, að annað hvort falli sala eigna undir atvinnurekstur skattaðila eða eignarinnar hafi verið aflað í því skyni að selja hana aftur með hagnaði. Hvorugu sé til að dreifa í sínu tilfelli. Bendir hann í því sambandi á, að þó að hann hafi ásamt aðalstarfi sínu — sér meira til gamans en fjárhagslegs ávinnings — rekið bílasölu á heimili sínu, geti sala á persónulegum eignum sínum ekki talist falla undir þann atvinnurekstur. Líkir kærandi þessu við sölu fasteignasala á eigin íbúð. Bátsins hafi ekki verið aflað í því skyni að selja hann aftur með hagnaði og ætlun sín hafi verið að eiga bátinn miklu lengur sér til gagns og gamans. Bitur reynsla sín af bátnum hafi orðið þess valdandi að hann seldi bátinn í því skyni að útvega sér annan sem sér félli betur við.

Með bréfi dags. 6. apríl 1982 gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu fyrir hönd gjaldkrefjanda: „Enda þótt hugsanlegt sé að fallast megi á að öflun og sala báts þess er greinir í málinu hafi eigi verið í þeim tilgangi gerða að hagnast á henni, gerir óskýr framsetning greinargerðar um eignasölu og óskýr tilgreining kaupa, endurbyggingar og sölu eignar þessarar það að verkum að eigi er unnt að telja fullnægjandi grein gerða fyrir þessum atriðum.

Meðan við svo búið stendur er gerð krafa um að kærunni verði vísað frá ríkisskatta-nefnd þar sem álíta verður kæruna órökstudda og málið vanreifað af hálfu kæranda.“

Í greinargerð um eignabreytingar á skattframtali sínu árið 1980 getur kærandi m. a. þess að hann hafi á árinu 1979 keypt bát fyrir 3 600 000 kr. Er hér um að ræða bát þann sem í máli þessu greinir. í eignahlið framtalsins er bátur þessi færður til eignar. í greinargerð um eignabreytingar á skattframtali sínu árið 1981 getur kærandi m. a. þess að hann hafi selt bátinn á 12 500 000 kr. og að keypt efni til endurbyggingar bátsins hafi numið 3 730 849 kr. Þá getur kærandi og þess að hann hafi lagt í nýsmíði no. 41 frá X h.f, 3 206 296 kr. Á báðum framtölum sínum getur kærandi um kaup og sölu bifreiða í atvinnuskyni svo og fylgja þeim rekstrarreikningar vegna umboðssölu með bifreiðar. Með skattframtali 1981 er fylgiskjal vegna kaupa og sölu bifreiða kæranda og sölu báts á árinu 1980. Getur kærandi þar þess í upphafi að söluverð seldra bifreiða hafi numið 500 000 kr. hærri fjárhæð en kaupverð þess og söluverð báts 8 900 000 kr. hærra en kaupverð. Síðan fylgir svofellt yfirlit:

Tekjur Gjöld

„Söluhagnaður af bifr.................................................. 500 000

Mism. á kaup- og söluv. báts ...................................... 8 900 000

Efni til endurb. á bifr................................................... 1 064 777

Efni til endurb. á bát.................................................... 3 730 849

Ferðak. vegna báta og bílakaupa ................................ 285 605

Umskráningar ofl........................................................ 120 300

Lagt í nýsmíð no.41fráXhf.,........................................ 3 206 296

Framreiknað tap frá f. ári............................................ 41 979

Tekjur af bíla og bátas. færðar á skattfr....................... 951 399

9 400 000 kr. 9 400 000 kr.“

Samkvæmt skattframtali kæranda árið 1979 átti hann eina bifreið í árslok 1978. Samkvæmt framtali hans 1980 keypti hann tvær bifreiðar á árinu 1979, selur tvær og á eina í árslok. Samkvæmt skattframtali hans árið 1981 seldi hann sömuleiðis tvær bifreiðar á árinu 1980, keypti tvær og átti eina í árslok. Að virtu þessu umfangi bifreiðaviðskipta kæranda, aðstöðu hans og öðrum þeim atriðum sem liggja fyrir í málinu um þessi viðskipti verður eigi talið að um atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi hans hafi verið að ræða á árinu 1980.

Þykir því bera að gera leiðréttingar á framtali hans 1980 og álagningu sem af þessu leiðir. Hins vegar þykir bera að ákvarða söluhagnað kæranda af sölu bifreiða á árinu 1980 eftir ákvæðum 1. mgr. 15. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Við útreikning á söluhagnaði vegna bifreiðaviðskipta kæranda á árinu 1980 kemur í ljós að um tap hefur verið að ræða sem hvorki er heimilt að draga frá launatekjum né yfirfæra til næsta árs. Um hagnað á báti þeim sem um ræðir í máli þessu fer hins vegar, eins og hér stendur á, að ákvæðum 2. mgr. 15. gr. sömu laga.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja