Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 326/1982

Gjaldár 1981

Lög nr. 25/1981, 10, gr., 2. málsl. 1. mgr. 32. gr.   Lög nr. 75/1981, 3. tl. C-liðs 1. mgr. 30. gr.  

Námsfrádráttur — Einkaritaraskóli — Gildistaka skattalagabreytinga — Tilefnislaus kæra — Sönnun — Sönnunarbyrði — Sönnunargögn — Skólavottorð — Persónuafsláttur — Ráðstöfun persónuafsláttar

Skattstjóri móttók skattframtal kæranda í kærufresti. Með úrskurði dags. 12. nóvember 1981 lagði skattstjóri skattframtalið til grundvallar álagningu í stað áætlunar áður með þeirri breytingu, að námsfrádráttur að fjárhæð 725 000 kr. var strikaður út, þar sem skólavottorð skorti. Kærandi tilgreindi nám við grunnskólann, X, í AV2 mánuð svo og 3V2 mánaða nám við einkaritaraskóla A.

Kærandi hefur skotið úrskurði skattstjóra til ríkisskattanefndar með kæru dags. 11. desember 1981. Kveðst kærandi hafa skilað skólavottorði vegna einkaritaranáms til skattstjóra. Liggur það vottorð fyrir í málinu, dags. 11. sept. 1981. Með bréfi til ríkisskattanefndar, dags. 8. janúar 1982, fylgdi vottorð X, dags. 10. desember 1981, um skólavist kæranda 4/1 1980—23/5 1980.

Af hálfu ríkisskattstjóra er með bréfi dags. 8. febrúar 1982 fallist á, að kæranda verði ákveðinn námsfrádráttur fyrir janúar—maí 1980.

Kærandi ber ekki tekjuskatt. Persónuafsláttur gengur til greiðslu útsvars til fulls en óráðstafaður hluti hans fellur niður. Umkrafinn námsfrádráttur nýtist kæranda því eigi gjaldárið 1981. Með því að ákvæði 10. gr. laga nr. 25/1981, er breytti 3. tl. C-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, sbr. nú lög nr. 75/ 1981, kemur eigi til framkvæmda fyrr en við álagningu á árinu 1982, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 32. gr. fyrstnefndra laga, þykir kæran vera tilefnislaus og er henni því vísað frá.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja