Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 468/1982

Gjaldár 1981

Reglugerð 81/1962, 5. tl. 6. gr.   Lög nr. 73/1980, 2. mgr. 37. gr.   Lög nr. 75/1981, 54. gr.  

Aðstöðugjaldsstofn — Tekjufærsla varasjóðs — Varasjóður — Ráðstöfun varasjóðs — Lögskýring

Málavextir eru þeir að í greinargerð félagsins um aðstöðugjaldsstofn árið 1981 takmarkaðist gjaldstofn til aðstöðugjalds við heildartekjur sem námu 435 439 122 kr., þar eð heildartekjur félagsins voru 1 824 137 kr. lægri en aðstöðugjaldsskyldur rekstrarkostnaður sem var 437 263 259 kr. Á skattframtali félagsins 1981 leysti það upp varasjóð sinn að fjárhæð 1 554 472 kr. og taldi sér til tekna á móti tapi ársins. Skattstjóri taldi að upplausn varasjóðs bæri að telja með heildartekjum félagsins við ákvörðun aðstöðugjaldsstofns, en það hafði félagið ekki gert í greinargerð sinni um stofninn. Skattstjóri hækkaði því aðstöðugjaldsstofn félagsins um 1 554 472 kr. og tilkynnti félaginu um það. Umboðsmaður félagsins mótmælti ákvörðun skattstjóra með eftirfarandi rökum í bréfi til hans, dags. 16. október 1981:

„Af 7. gr. laga nr. 75/1981 þar sem tekjuhugtak skattalaganna er skilgreint, verður ekki séð að upplausn varasjóðs til að mæta yfirfæranlegu rekstrartapi séu rekstrartekjur. Hér er aðeins um bakfærslu skattalegs frádráttar að ræða sem undanþegin er aðstöðugjaldi sbr. 5. tl. 6. gr. reglugerðar nr. 81 21. júní 1962. Upplausn varasjóðs við áðurgreindar aðstæður myndar því ekki stofn til álagningar aðstöðugjalds skv. 37. gr. laga nr. 8 22. mars 1972 með áorðnum breytingum.“

Skattstjóri féllst ekki á rök umboðsmanns félagsins, sem hefur nú skotið málinu til ríkisskattanefndar með bréfi dags. 19. febrúar 1982.

Ríkisskattstjóri féllst á kröfu kæranda með bréfi dags. T. apríl 1982 af svofelldum ástæðum:

„Eigi verður séð að upplausn varasjóðs til að mæta rekstrartapi, sbr. 1. og 2. málsl. 54. gr. hafi haft það í för með sér að heildartekjur kæranda í skilningi 2. mgr. 37, gr. laga nr. 73/ 1980 um tekjustofna sveitarfélaga hækkuðu.

Umrædd færsla fellur undir IV. kafla laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt er varðar „ýmis ákvæði um tekjur“ og með sérstakri vísan til efnis 54. gr. laganna, verður eigi talið að slík ráðstöfun varasjóðs gegn rekstrartapi er greinir í máli kæranda, falli til heildartekna við ákvörðun aðstöðugjaldsstofns.“

Fallist er á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja