Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 88/1981
Gjaldár 1979
Lög nr. 112/1978 Lög nr. 48/1975, 1. gr. Lög nr. 68/1967, 3. mgr. 5. gr.
Aðstöðugjaldsstig — Gjaldskylda til Iðnlánasjóðs — Iðnaðarmálagjald — Kjötiðnaður — Sérstakur eignarskattur — Sönnun — íbúðarhúsnæði — Frávísun — Notkun húsnæðis — Húsnæði — Iðnlánasjóður
Kærð er álagning aðstöðugjalds og sérstaks skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði gjaldárið 1979. í kæru sinni til ríkisskattanefndar gerir kærandi svofellda grein fyrir kröfum sínum:
„1. Starfsemi X felst í alhliða kjötvinnslu, hér er því um iðnaðarstarfsemi að ræða, sem fellur undir c-lið 38. gr. laga nr. 8/1972 (sic). Álagt aðstöðugjald lækki úr 1,3% í 1% af stofni.
2. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhús verði lækkaður. í verslunarhúsinu að E er íbúð, sem nemur um helmingi af flatarmáli alls hússins.“
Af hálfu ríkisskattstjóra eru í bréfi dags. 15..desember 1980 gerðar svofelldar kröfur: „Fallist er á lækkun álagningarhundraðshluta vegna kjötvinnslu úr 1,3% í 1,0%. Jafnframt er gerð krafa um að lagt verði á kæranda iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald 0,6%. Geri kærandi grein fyrir fasteignum sínum svo sem fyrir er mælt í lögum, þ. e. á þar til gerðu eyðublaði, er fallist á kröfu hans hvað varðar skatt á skrifstofu og verslunarhúsnæði,.“
Um kœrulið 1 í kæru kœranda: Fallist er á kröfur kæranda um lækkun hundraðshluta af aðstöðugjaldsstofni vegna kjötvinnslu hans. Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 5. gr. laga nr. 68/ 1967 um Iðnlánasjóð er kjötiðnaður undanþeginn iðnlánasjóðsgjaldi og samkvæmt upphafsmálsgrein 1. gr. laga nr. 48/1975 um iðnaðarmálagjald er sami rekstur undanþeginn iðnaðarmálagjaldi.
Um kærulið 2 í kæru kœranda: Af framtalsgögnum kæranda vegna gjaldársins 1979 verður ekki ráðið að hann hafi átt og rekið íbúðarhúsnæði á árinu 1978. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa þessu kæruatriði frá.