Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 115/1981

Gjaldár 1979

Lög nr. 68/1971 12. gr.  

Verðbréf — Afföll — Greiðsla hlutafjár — Sönnun — Sönnunarbyrði

Kærð eru álögð gjöld gjaldárið 1979.

Skattstjóri gerði þá breytingu á skattframtali kæranda gjaldárið 1979 að strika út afföll að fjárhæð 800 000 kr. í kæru til skattstjóra segir m. a.: „Á árinu 1977 seldi framteljandi bát, m/b A, til S og fékk m. a. umrætt skuldabréf upp í andvirðið. Skuldabréf þetta að nafnverði 10 milljónir kr. var afhent sem hlutafjárframlag í B og metið á 6 000 000 kr. eins og fram kemur á framtali 1979.“

Í úrskurði skattstjóra er ekki fallist á að heimila afföll til frádráttar með þeirri röksemd að ekki sé um beina sölu á skuldabréfinu að ræða.

Umboðsmaður kæranda telur úrskurð þennan óréttmætan og krefst þess að ríkisskattanefnd úrskurði um þetta atriði.

Af hálfu ríkisskattstjóra er með bréfi dags. 15. desember 1980 gerð svofelld krafa: „Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur.

Ekki er gerð fullnægjandi grein fyrir skuldabréfinu, t. d. liggur ekki fyrir hvort um stofnun fyrirtækisins B er að ræða. Ekki liggur fyrir hvenær kaup bréfanna áttu sér stað á árinu, þ. e. það ættu að hafa fylgt skuldabréfinu talsverðir vextir.“

Eins og gögn máls þessa liggja fyrir, þykir kærandi eigi hafa sýnt fram á, að með afhendingu skuldabréfs þess, sem í máli þessu greinir, hafi hann sætt afföllum. Er því kröfum hans hafnað.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja