Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 320/1981
Gjaldár 1980
Lög nr. 40/1978, 98. gr., 99. gr.
Upphafsdagur kærufrests — Auglýsing skattstjóra — Lögbirtingablað — Kærufrestur
Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1980 og þess krafist að innsent skattframtal árið 1980 verði lagt til grundvallar í stað áætlunar skattstjóra áður. Kærandi taldi ekki fram í framtalsfresti fyrir álagningu gjalda nefnt gjaldár og voru honum því áætlaðir gjaldstofnar og opinber gjöld ákvörðuð í samræmi við það. Með auglýsingu dags. 31. ágúst 1980, en birtri í Lögbirtingablaði því sem út kom 10. september s. á., tilkynnti skattstjóri að álagningu á lögaðila þá sem skattskyldir eru skv. 2. gr. laga nr. 40/1978 væri lokið og kærufrestur væri 30 dagar frá og með dagsetningu auglýsingarinnar. Þann 30. september 1980 barst skattstjóra skattframtal kæranda árið 1980 sem kæra. Þann 22. október 1980 kvað skattstjóri upp þann úrskurð að kærunni væri vísað frá þar sem hún hefði borist skattstjóra þann 30. september 1980 eða eftir lok kærufrests.
Af hálfu kæranda hefur kæruúrskurði skattstjóra verið skotið til ríkisskattanefndar með kæru dags. 3. nóvember 1980. Er þess krafist að skattframtalið verði lagt til grundvallar við ákvörðun opinberra gjalda gjaldárið 1980 í stað áætlunar skattstjóra áður.