Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 468/1981

Gjaldár 1979

Lög nr. 14/1965  

Launaskattur — Þjónustugjald — Sjálfstæð starfsemi — Framreiðslumenn — Þjónn — Hrd. 1980 bls. 1948 — Atvinnurekstur

Af hálfu kæranda er krafist endurálagningar launaskatts og tryggingargjalda árið 1979. Kærandi telur álagningu skattstjóra of háa og krefst þess að álagning verði lækkuð. Forsendur fyrir kröfu kæranda eru þær að hann telur að ranglega hafi verið lagt á greiðslur til þjóna, svonefnt þjónustugjald, og störf í landbúnaði. Um þjónustugjaldið segir í kæru m. a.: „Þjónar eru sjálfstæðir atvinnurekendur og þjónustugjaldinu er ætlað að standa undir launum þeirra og launum og kostnaði vegna aðstoðarfólks sem þeir ráða sér auk annarra útgjalda.“

Af hálfu ríkisskattstjóra er með bréfi dags. 13. apríl 1981 gerð svofelld krafa:

„Að hin kærða álagning verði látin standa óbreytt. Launatengd gjöld voru lögð á í samræmi við innsendar launaskýrslur kæranda að því fráskildu að 25% viðurlög lögðust við áður ógreiddan launaskatt af vinnu framreiðslufólks. Launatengd gjöld á landbúnaði eru rétt álögð og í samræmi við gögn frá kæranda.“

Með vísan til dóms Hæstaréttar, uppkveðins 8. desember 1980 (Hrd. 1980 bls. 1948), er kröfu kæranda um niðurfellingu launaskatts, sem lagður er á umrætt þjónustugjald, synjað

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja