Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 477/1981
Gjaldár 1980
Lög nr. 42/1978 Lög nr. 68/1971, D-liður 22. gr. Lög nr. 7/1980 Lög nr. 40/1978, 4. tl. 74. gr., ákvæði til bráðabirgða IV og VIII, 1. mgr. 31. gr., 32. gr., 20. gr., 14 gr., B-liður 7. gr.
Niðurfærsla vörubirgða — Hús í smíðum — Endurmat — Iðnaður — Lögskýring — Villa í lögum — Leiðrétting ríkisskattanefndar — Lögskýringargögn — Greinargerð með lögum — Matsverð vörubirgða — Niðurfærsluheimild — Birgðavarasjóður — Verðbreytingarfærsla — Byggingarstarfsemi
Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1980.
Málavextir eru þeir, að með bréfi dags. 24. júní 1980 tilkynnti skattstjóri kæranda, að sú breyting hefði verið gerð á skattframtali hans árið 1980, að tekjur væru hækkaðar um 20 633 750 kr., sem væri óheimil niðurfærsla íbúða í smíðum, tilfærð rekstrarárin 1978 og 1979. Vísaði skattstjóri til úrskurðar ríkisskattanefndar nr. 575/1979. Þegar litið væri til þess skilnings, er lagður væri í hugtökin vörubirgðir og framleiðslufyrirtæki, yrði ekki séð, að tilgangur löggjafans hefði verið sá að heimila niðurfærslu á fasteignum eða fasteignahlutum.
Með bréfi dags. 7. júlí 1980 mótmælti umboðsmaður kæranda því að skattstjóri hefði hækkað tekjur um ofannefnda fjárhæð. Ekki væri hægt að fallast á þær forsendur er kæmu fram í tilvitnuðum úrskurði ríkisskattanefndar. Framleiðslufyrirtæki hlyti hvert það fyrirtæki að vera, sem framleiddi eitthvað, burtséð frá því hver varan væri. Á byggingarstigi væri samsafnað efni til húsbygginga vörubirgðir. Ef skattyfirvöld stæðu fast á túlkun sinni, yrði ekki annað séð, en að hús og hús í byggingu féllu undir ákvæði til bráðabirgða IV og 14. og 26. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 7/1980, um breyting á þeim lögum. Fylgdi bréfi kæranda endurmatsskýrsla fyrir hús og íbúðir í smíðum 1/11979. Þá liggur fyrir bráðabirgðakæra til skattstjóra, dags. 29. ágúst 1980, og bréf í framhaldi af henni, dags. 30. september 1980, þar sem sú krafa er gerð að bréf kæranda, dags. 7. júlí 1980, verði tekið sem rökstuðningur fyrir kæru.
Skattstjóri tók ágreiningsefnið til úrskurðar þann 5. desember 1980. Að því er niðurfærsluheimild snerti vísaði skattstjóri til röksemda í tilkynningu hans, dags. 24. júní 1980, og synjaði kröfu kæranda. Skattstjóri gerði þá leiðréttingu að tekjufærð niðurfærsla var lækkuð úr 20 633 750 kr. í 17 428 595 kr. með því að afgangurinn 3 205 155 kr. væri viðkomandi skattframtali árið 1979, en hefði vegna mistaka verið tekjufærður á skattframtal 1980. Viðvíkjandi endurmati þá vísaði skattstjóri til þess, að það skyldi gert á þeim fyrnanlegu eignum, sbr. 32. gr. laga nr. 40/1978 og 15. gr., laga nr. 68/1971, sbr. 7. gr. laga nr. 7/1972, er hefðu verið í eigu skattaðila í byrjun árs 1979. Þessu hefði ekki verið til að dreifa hjá kæranda. Var þessu kæruatriði því synjað.
Úrskurði skattstjóra hefur kærandi skotið til ríkisskattanefndar með bráðabirgðakæru dags. 2. janúar 1981. Þann 6. mars 1981 barst rökstuðningur kæranda. Telur kærandi sig vera framleiðanda og eigi því ákvæði 4. tl. 74. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. X-lið 36. gr. laga nr. 7/1980, um breyting á þeim lögum, um niðurfærslu vörubirgða því við um hann. Er og vísað til D-liðar 22. gr. laga nr. 68/1971. Þá vísar kærandi til laga nr. 79/1971, um iðju og iðnað, er felld voru úr gildi með lögum nr. 42/1978, iðnaðarlögum, máli sínu til stuðnings og á það bent að ekki verði annað séð, en allur iðnaður sé talinn framleiðsluiðnaður samkvæmt logum, hvort sem um sé að ræða iðju, handiðnað eða heimilisiðnað. Þá sé ekki heldur í lögum um Iðnlánasjóð gerð nein tilraun til þess að flokka iðnað í framleiðsluiðnað og iðnað, er ekki sé framleiðsluiðnaður. Í lögum nr. 40/1978 og eldri skattalögum sé engin flokkun iðnaðar af þessu tagi. Hins vegar sé ákvæði 4. tl. 74. gr. laga nr. 40/1978 með síðari breytingum orðað mun ítarlegar en gert var í hliðstæðri grein í D-lið 22. gr. laga nr. 68/1971. Nú sé talað um rekstrarvöru framleiðsluaðila svo sem hráefni, eldsneyti, veiðarfæri og vöru á framleiðslustigi. Af þessu breytta orðalagi megi glögglega ráða, að löggjafinn geri sér fulla grein fyrir þeim breytta hugsunarhætti, og skilningi sem orðið hefði á þessu sviði. Ennfremur er vísað til ákvæða eldri skattalaga, þar sem mismunandi reglur hefðu verið um skattmeðferð selds íbúðarhúsnæðis eftir því, hvort það hefði verið íbúðarhæft eða ekki, og þær reglur að áliti kæranda gefa til kynna að með húsnæði í smíðum væri farið sem lausafé.
Með bréfi dags. 1. apríl 1981 krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.
Ákvæði 1. ml. 4. tl. 74. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, leysti af