Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 499/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 40/1978, 100. gr.  

Endurupptaka ríkisskattanefndar — Framsending til skattstjóra — Skattframtal

Með úrskurði nr. 387, dags. 16. júní 1981, vísaði ríkisskattanefnd frá að svo stöddu bráðabirgðakæru kæranda, dags. 8. janúar 1981, út af álagningu opinberra gjalda á hann gjaldárið 1980, þar eð boðaður rökstuðningur hafði eigi borist.

Með bréfi dags. 13. apríl 1981, en mótteknu hjá ríkisskattanefnd þann 26. júní s. I., sendi kærandi skattframtal sitt 1980 og fer fram á, að það verði lagt til grundvallar álagningu opinberra gjalda fyrrnefnt gjaldár í stað áætlaðra gjaldstofna.

Með vísan til 8. mgr. 100. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 25. gr. laga nr. 25/1981 um breyting á þeim lögum, er kæru og skattframtali kæranda vegna ársins 1980 vísað til skattstjóra til meðferðar og uppkvaðningar nýs kæruúrskurðar.

Úrskurðarorð:

Úrskurður ríkisskattanefndar nr. 387 frá árinu 1981 er endurupptekinn og er kærunni ásamt skattframtali vegna álagningar gjaldáríð 1980 vísað til skattstjóra til meðferðar og uppkvaðningar nýs kæruúrskurðar.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja