Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 595/1981
Gjaldár 1980
Reglugerð nr. 119/1965 Lög nr. 14/1965
Launaskattur — Viðurlög — Lagaheimild — Síðbúin skattskil — Óviðráðanleg atvik
Kærð er sú ákvörðun skattstjóra að bæta 25% viðurlögum á launaskatt vegna síðbúinna skila. Telur kærandi að sér verði eigi um kennt að skatturinn hafi eigi verið greiddur á réttum tíma.
Ríkisskattstjóri krefst þess í bréfi dags. 2. apríl 1981 að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.
Hvorki í lögum nr. 14/1965 um launaskatt né í reglugerð nr. 119/1965 um launaskatt er að finna ákvæði er heimili skattyfirvöldum að fella niður nefnd viðurlög í þeim tilvikum að skattaðili færir gildar ástæður sér til afsökunar síðbúnum skattskilum. Með þessari athugasemd verður eigi hjá því komist að staðfesta úrskurð skattstjóra.