Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 604/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 40/1978, 2. mgr. 1, U. A-liðs 7. gr., 59. gr., 96. gr.  

Landbúnaður — Búrekstur — Grundvallarbú — Viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra — Málsmeðferð áfátt — Andmælareglan

Kærendur töldu fram til skatts 1980 og skiluðu skattstjóra fyrir álagningu undirrituðu og staðfestu skattframtali. Með bréfi dags. 23. júlí 1980 óskaði skattstjóri m. a. eftir því við kæranda að hann léti í té skýringar á því að samkvæmt meðaltalsviðmiðunarreglum ríkisskattstjóra varðandi reiknuð laun vegna starfa við eigin atvinnurekstur séu reiknuð laun kæranda of lág. Var svarfrestur veittur til 23. ágúst 1980. Við álagningu gjalda 1980 voru gjaldstofnar og gjöld ákvörðuð miðað við óbreytt skattframtal kæranda og án tillits til nefnds bréfs skattstjóra. Auglýsing skattstjóra um lok álagningar var dagsett 8. ágúst 1980 og birt í Lögbirtingarblaði því sem út kom þann sama dag. Bréfi skattstjóra svaraði kærandi með bréfi dags. 22. ágúst 1980, mótteknu af skattstjóra þann 1. september 1980. Gaf kærandi þar þá skýringu á tilfærðu reiknuðu endurgjaldi í framtali sínu að hann hafi ómögulega getað reiknað sér hærri laun en þar kemur fram, þar sem atvinnurekstur sinn hafi eigi gefið meira af sér. Með'bréfi dags. 4. september 1980 tilkynnti skattstjóri kæranda um svofellda breytingu á skattframtali 1980 og vísaði hann í því sambandi til 4. mgr. 96. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum; „Með vísan til bréfs vors 23/7 sl., svars yðar mótt. 1/9, bústofnseignar yðar (um 77% af grundvallarbúi), brúttótekna af búi yðar (tekjur grundvallarbús að teknu tilliti til lægri meðalvigtar hjá Kaupfélagi X í fyrra) og meðaltalsviðmiðunarreglna ríkisskattstjóra (fylgja) ákvarðast yður tekjur af landbúnaðarrekstri yðar skv. 59. gr. laga nr. 40/1978 3 500 000 kr. hærra en þér hafið reiknað yður. Yfirfæranlegt rekstrartap til næsta árs verður 3 500 000 kr.

Endurákvörðun skatta yðar verður kunngerð síðar. Fastur 10% frádráttur verður þá 350 000 kr. hærri en álagningarseðill sýnir.

Meðf. Meðaltalsviðmiðunarreglur ríkisskattstjóra til ákvörðunar endurgjalds bænda.

Upplýsið skriflega sem fyrst, ef breyting er röng eða byggð á misskilningi. Kærufrestur til skattstjóra er 30 dagar frá póstlagningu álagningar til yðar. Erindi yðar beri ávallt með sér nafnnúmer yðar.“

Með bréfi dags. 4. nóvember 1980 tilkynnti svo skattstjóri kæranda um endurákvörðun skatta hans og var vísað í því sambandi til 96. gr. áðurnefndra laga. Svofelld grein er þar gerð fyrir ástæðum endurákvörðunarinnar: „Vísað er í bréf vort 04.09. sí. um hækkun á reiknuðu endurgjaldi. Því hefur ekki verið svarað. Ákveðin er lækkun frá því sem stóð í bréfinu um 500 000 kr. Að öðru leyti er vísað í efnisatriði ofangreinds bréfs. Fastur frádráttur breytist vegna ofanritaðs svo og yfirfæranlegt tap, en það verður 2 914 700 kr.“ Þá var þess getið að kærufrestur til skattstjóra sé 30 dagar frá póstlagningu þessarar tilkynningar.

Með kæru til skattstjóra dags. 11. nóvember 1980 kærði kærandi endurákvörðunina. í kærunni gat hann um ástæður þess að bréfi skattstjóra frá 4. september 1980 hefði ekki verið svarað en þær taldi hann vera þessar: „Mér er kunnugt um að bændur hér í sveit áætluðu sér ekki tekjur á sínu skattframtali og einnig veit ég að þeim hafa ekki verið send slík bréf sem mér, þar sem þeim eru reiknaðar tekjur, að undanskildum einum bónda. Sömuleiðis hafði ég von um að samtök bænda í landinu yrðu búin að vinna það fljótt í máli þessu að leiðrétting fengist eftir þeirri leið.“ Þá kvaðst kærandi byggja kæru sína á þeirri forsendu að viðbótarskatturinn sé óréttmætur og að skattgreiðandi ætti ekki að borga skatt af þeim tekjum sem hann hafi ekki haft. Á kæruna hefur skattstjóri eða starfsmaður hans skráð eftirfarandi athugasemd: „f síma 2/12, vill skiptingu á milli hjóna í sama hlutfalli og í framtölum.“

Þann 3. desember 1980 kvað skattstjóri upp úrskurði í tilefni af framangreindri kæru. Kvað skattstjóri kæruefni vera vinnuframlag eiginkonu og reiknuð laun. í forsendum úrskurðarins segir: „Samþykkt er skifting á hækkuðum reiknuðum launum á milli yðar hjónanna í sama hlutfalli og fram kom í frumskilum yðar.

Fastur frádráttur verður 449 877 kr. Millifærður persónuafsláttur frá maka yðar fellur niður (169 004 kr.).

Leiðrétt er álagning atvinnuleysistryggingagjalds, röng forskrift á vegum ríkisskattstjóraembættisins.

Yður hafa verið send bréf vegna reiknaðra launa 23/7 sl.—4/9 og 4/11 sl. Hvorki kemur fram í svari yðar 22/8 sl. né kæru 11/11 sl. að yður tilkynnt reiknað endurgjald sé of hátt, eða rangt út frá 59. gr. laga nr. 40/1978 frá Alþingi.

Ekki er unnt að taka afstöðu til þess atriðis að reiknuð laun séu óréttmæt. Lagagreinin er fyrir hendi frá Alþingi og mikill meirihluti einstaklinga í atvinnurekstri hér hefur reiknað sér laun (t. d. kaupmenn, útgerðarmenn, iðnaðarmenn, bifreiðastjórar, bændur)."

Með sérstökum úrskurði uppkveðnum sama dag var gjöldum eiginkonu breytt í tilefni af framangreindum úrskurði um gjöld kæranda.

Kæruúrskurðum skattstjóra hefur verið skotið til ríkisskattanefndar með kæru dags. 28. desember 1980. Er þess krafist að tekjuviðbót skattstjóra verði hnekkt og gjöld af henni felld niður. Er á það bent að vegna mjög lélegs árferðis 1979 hafi kærandi orðið fyrir umtalsverðum tekjumissi vegna lélegrar afkomu og eigi sé unnt að skattleggja tekjur sem engar hafi verið.

Ríkisskattstjóri krefst þess í bréfi dags. 21. maí 1981 að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans, enda hafi ekki komið fram nein þau gögn eða málsástæður varðandi kæruefnið sem gefi tilefni til breytinga á ákvörðun skattstjóra.

Skattstjóri reit bréf sitt til kæranda, dags. 23. júlí 1980, fyrir álagningu gjalda og með heimild í 1. mgr. 96. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt. Átti þá 3. mgr. 96. gr. sömu laga með síðari breytingum við, hugðist skattstjóri breyta umræddum lið skattframtalsins með heimild í 2.—3. ml. 1. mgr. 96. Við framkvæmd breytingarinnar á framtalinu beitti skattstjóri hins vegar 4. mgr. 96. gr. sömu laga og tilkynnti hana í tvennu lagi, annars vegar um breytingu á skattstofnum með bréfi dags. 4. september 1980, og hins vegar um breytingar á sköttum með bréfi dags. 4. nóvember 1980. Af innihaldi bréfs skattstjóra frá 4. september 1980 verður ráðið að sú endurákvörðun skatta, sem kæranda var tilkynnt með bréfinu frá 4. nóvember, varð ekki byggð á því að bréfinu frá 4. september hefði ekki verið svarað, svo sem gert var. Þá kemur ekki fram í bréfinu frá 4. nóvember á hverju lækkun skattstjóra á þegar ákvörðuðu reiknuðu endurgjaldi í bréfinu frá 4. september hafi verið byggð.

Þegar tekið er tillit til tekna kæranda af atvinnurekstri hans, launatekna hans og maka hans utan búrekstrar, aðkeyptrar vinnu og annarra atriða þykja eigi hafa verið fyrir hendi nein efni til hinna kærðu breytinga.

Með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan er fallist á kröfur kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja