Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 759/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 40/1978. 53. gr.  

Landbúnaður — Matsverð bústofns — Skattmat — Verðbreytingarfærsla — Matsreglur ríkisskattstjóra — Lögskýring

Kærandi, sem er bóndi, færði til tekna verðbreytingarfærslu að fjárhæð 645 509 kr. Skattstjóri hækkaði þessa tekjufærslu um 381 488 kr. eða í 1 026 997 kr. Skattstjóri taldi að kærandi hefði ranglega miðað matsverð bústofns við skattmat 1979 en við ákvörðun verðbreytingarfærslu bæri að miða við skattmat 1978. Kærandi krefst þess að breyting skattstjóra verði felld úr gildi, Við ákvörðun verðbreytingarfærslu skuli miða við eignir og skuldir í ársbyrjun og það hafi hann gert.

Af hálfu ríkisskattstjóra er með bréfi dags. 15. apríl 1981 gerð svofelld krafa: „Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til svofellds ákvæðis í 7. mgr. (lokamgr.) 53. gr. laga nr. 40/1978, samanber 27. gr. laga nr. 7/1980: „Færslu til tekna eða gjalda samkvæmt þessari grein skal reikna í lok hvers reikningsárs og skal miða við stöðu eigna og skulda sem tengdar eru atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi í byrjun reikningsárs.“

Búfé er skv. skattmati ríkisskattstjóra metið til eignar á framtali. 1980 eins og það er framgengið að vori 1980 skv. 8. tl. 28. gr. laga nr. 40/1978.

Framsetning landbúnaðarskýrslu er einungis gerð til að finna út breytingu innan tekjuársins og kemur því ekki til skoðunar með þeim hætti sem kærandi fer fram á.“

Með vísan til ákvæða 53. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum er kröfu kæranda synjað.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja