Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 844/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 75/1981, 1. tl. A-liðs 7. gr., 96. gr.  

Bifreiðahlunnindi — Málsmeðferð áfátt — Endurákvörðun

Kærð er sú breyting skattstjóra á skattframtali 1980 að hækka tekjur kæranda um 2 144 535 kr. vegna hlunninda af bifreið í eigu vinnuveitanda hans. Kærandi hafði sjálfur fært til tekna 344 000 kr. vegna bifreiðahlunninda og mat því skattstjóri bifreiðahlunnindin í heild 2 488 535 kr. Gjaldfærður kostnaður af þeirri bifreið sem kærandi hafði til umráða nam alls 2 944 535 kr.

Breyting þessi var kærð til skattstjóra, en hann synjaði kærunni m. a. á þeim forsendum að akstursþörf þessa atvinnurekstrar sem hér um ræðir væri takmörkuð.

Umboðsmaður kæranda hefur skotið þessu máli til ríkisskattanefndar með bréfi dags. 12. ágúst 1981. Segir m. a. í kærunni að útreikningur skattstjóra á bifreiðahlunnindum sé æði handahófskenndur og ekki studdur neinum rökum. Er þess krafist að hækkun skattstjóra verði felld niður.

Af hálfu ríkisskattstjóra eru með bréfi dags. 9. október 1981 gerðar svofelldar kröfur:

„Með vísan til ítarlegra forsendna í hinum kærða úrskurði svo og til annarra málsgagna, er gerð krafa um staðfestingu á niðurstöðu skattstjóra um verðmæti bifreiðahlunninda.“

Með bréfi dags. 11. mars 1981 tilkynnti skattstjóri þær fyrirhuguðu breytingar á skattframtali kæranda árið 1981 að hækka tekjur hans vegna bifreiðahlunninda. Var honum gefinn frestur á að gera athugasemdir. Með bréfi dags. 17. mars 1981 gerði kærandi grein fyrir þessum tekjulið í skattframtali sínu 1981. Með bréfi dags. 11. maí 1981 tilkynnti skattstjóri kæranda um þær breytingar á skattframtali árið 1980 að tekjur vegna bifreiðahlunninda hefðu verið hækkaðar um 2 144 535 kr. Vísaði skattstjóri þar til bréfs síns frá 11. mars 1981 og bréfs kæranda frá 17. mars 1981.

Bréf skattstjóra frá 11. mars 1981 varðaði skattframtal kæranda 1981 en ekki 1980. Breyting skattstjóra á skattframtali kæranda árið 1980 er felld niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja