Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 927/1981

Gjaldár 1980

Lög nr. 75/1981, 99. gr.   Lög nr. 73/1980, 2. og 4. mgr. 37. gr.  

Aðstöðugjaldsstofn — Tjónabætur — Skaðabætur — Kæruúrskurður skattstjóra — Greinargerð um aðstöðugjaldsstofn

Kærð er álagning aðstöðugjalds gjaldárið 1980 og þess krafist að það verði ákvarðað í samræmi við fjárhæðir sem fram koma í greinargerð um aðstöðugjaldsstofn sem fylgir skattframtali kæranda árið 1980. Með skattakæru til ríkisskattanefndar fylgir ljósrit af greinargerðinni þar sem aðstöðugjaldsstofninn er fram settur eins og talið er að hann eigi að vera hjá kæranda.

Með bréfi dags. 1. desember 1981 krefst ríkisskattstjóri að kærunni verði vísað frá þar sem aðstöðugjaldsframtal, sem fylgir kærunni til ríkisskattanefndar, sé ekki undirritað af hálfu kæranda.

Á þeirri undirrituðu og staðfestu greinargerð um aðstöðugjaldsstofn, sem fylgir framtali kæranda árið 1980, er stofninn talinn nema 112 319 270 kr. Skattframtalið barst skattstjóra í kærufresti. Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar breytti skattstjóri fjárhæðum í greinargerðinni verulega en eigi er getið um það í úrskurðinum í hverju breytingarnar eru fólgnar. Var niðurstaða skattstjóra sú að stofninn ætti að nema 199 722 832 kr. og ákvarðaði hann aðstöðugjaldið í samræmi víð þá fjárhæð. A fylgiskjali með kæru til ríkisskattanefndar er talið að aðstöðugjaldsstofninn eigi að nema 106 719 013 kr, Eigi er um það ágreiningur að aðstöðugjaldsstigið eigi að nema 0,33%.

Til heildartekna hefur skattstjóri m. a. reiknað tjónabætur að fjárhæð 87 779 205 kr. Tjónabætur þessar verða ekki samkvæmt eðli sínu taldar til heildartekna í skilningi 2. mgr. 37. gr. laga nr. 73/1980 og ber því að lækka aðstöðugjaldsstofn í 111 943 627 kr.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja