Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 11/1980

Söluskattur 1978

Lög nr. 10/1960, 21. gr.  

Sölugjald — Viðurlög — Vanreifun máls — Frávísun

Skattstjóri gerði kæranda að greiða vanreiknað sölugjald vegna ársins 1978 að fjárhæð 988 202 kr. svo og viðurlög á hið vangreidda sölugjald 533 629 kr. eða samtals 54%. Eindagi hinnar vangreiddu fjárhæðar var við ákvörðun viðurlaga þessara talinn 15.7.1978 og reiknuðust þau fram til 15.7.1979.

Af hálfu kæranda er annars vegar talíð, að álögð 20% viðurlög séu of há og hins vegar að vextir, 34%, sbr. 2. tl. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 10/1960, sbr. 1. gr. laga nr. 26/1978, séu of langt aftur reiknaðir.

Af hálfu ríkisskattstjóra eru í málinu gerðar svofelldar kröfur:

„Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans, enda hafa ekki komið fram nein þau gögn eða málsástæður varðandi kæruefnið sem gefa tilefni til breytinga á ákvörðun skattstjóra.“

Með því að eigi liggur fyrir af hendi kæranda skipting söluskattsskyldrar veltu þeirrar, er hér skiptir máli, á einstök söluskattstímabil eru eigi efni til breytinga á úrskurði skattstjóra. Að svo vöxnu máli þykir bera að vísa kærunni frá.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja