Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 67/1980

Gjaldár 1979

Lög nr. 40/1978, 100. gr.   Lög nr. 68/1971, 11. gr., 42. gr.  

Innheimtukostnaður — Risnukostnaður — Fyrirmæli ríkisskattstjóra — Valdsvið ríkis-skattanefndar

Kærandi, sem gegndi m. a. störfum innheimtumanns ríkissjóðs, krafðist m. a. hækkunar á frádrætti „¼ innheimtulauna 300 000 kr.“ með tilliti til þess að fjárhæðin hafi verið óbreytt að krónutölu um margra ára skeið, en það geti varla talist sanngjarnt í því verðbólguþjóðfélagi, sem hér sé. Varðandi þetta kæruatriði gerði ríkisskattstjóri svofelldar kröfur:

„Samkvæmt bréfi ríkisskattstjóra, dags. 10. jan. 1979, sbr. bréf, dags. 22. júní 1977, var hámark þess frádráttar sem hér um ræðir 300 000 kr. Með vísan til þessara fyrirmæla og til þess að kærandi hefur fengið þá fjárhæð frá dregna vegna umræddra innheimtustarfa hans þykir bera að gera kröfu um staðfestingu á þeirri niðurstöðu skattstjóra að heimila ekki hærri fjárhæð. Með hliðsjón af bréfi ríkisskattstjóra, dags. 6. júlí 1979, þykir þó rétt að fallast á að ríkisskattanefndin leiðrétti útsvars- og sjúkratryggingagjaldsstofn kærandans til lækkunar um sömu fjárhæð. Ríkisskattanefnd hefur talið sér heimilt að gera slíkar leiðréttingar á sýnilegum skekkjum hjá kærendum enda þótt ekki sé að þeim vikið í kærum.“

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo um umrætt kæruatriði:

Kæranda hefur verið veittur frádráttur eftir reglum ríkisskattstjóra vegna vanhalda í innheimtu og risnukostnaðar á skattárinu 1978. Þykir verða að staðfesta fjárhæð þessa frádráttar. Hins vegar þykir mega lækka gjaldstofn hjá kæranda á framtali 1979 til útsvars og sjúkratryggingagjalds um 300 000 kr., sbr. reglur ríkisskattstjóra í bréfi, dags. 6.7.1979, til skattstjóra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja