Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 85/1980

Gjaldár 1979

Lög nr. 48/1978, 100. gr.   Lög nr. 68/1971, 17. gr.  

Varasjóðstillag — Kröfugerð — Kæra — Valdsvið ríkisskattanefndar

Sú krafa er gerð, að varasjóðstillag á skattframtali kæranda gjaldárið 1979 verði heimilað 1 939 416 kr. í stað 1 454 561 kr., en skattstjóri hafði lækkað það um mismuninn 484 855 kr. og staðfest það í úrskurði uppkveðnum þann 24.10. 1979.

Í rekstrarreikningi sínum fyrir árið 1978 hefur kærandi dregið varasjóðstillag 1 939 416 kr. frá tekjum. Hagnaður eftir að varasjóðstillagið hafði verið dregið frá er 5 818 247 kr. og er sú fjárhæð færð á framtalsblað sem hreinar tekjur kæranda. Skattstjóri lækkaði síðan þá fjárhæð um 1 454 561 kr. varasjóðstillag og ákvarðaði skattgjaldstekjur kæranda 4 363 600 kr.

Samkvæmt gögnum málsins ber að ákvarða skattgjaldstekjur kæranda þannig:

Kr.
Rekstrarhagnaður eftir frádrátt varasjóðstillags (Liður 28 í gjaldahlið rekst-
rarreiknings 5 818 247
Lagt í varasjóð (Liður 27 í gjaldahlið rekstrarreiknings) 1 939 416

Hreinar tekjur skv. rekstrarreikningi 7 757 663
25% varasjóðstillag af 7 757 663 kr. 1 939 416

Skattgjaldstekjur 5 818 200
Skattgjaldstekjur voru ákvarðaðar 4 363 600

Vantaldar skattgjaldstekjur 1 454 600

Með hliðsjón af framanrituðu þykir bera að leiðrétta skattgjaldstekjur kæranda til hækkunar um 1 454 600 kr. og hækka hreina eign hans um 484 000 kr. en um þá fjárhæð hafði skattstjóri lækkað framantalda hreina eign sökum að hans áliti oftalins varasjóðstillags.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja