Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 85/1980
Gjaldár 1979
Lög nr. 48/1978, 100. gr. Lög nr. 68/1971, 17. gr.
Varasjóðstillag — Kröfugerð — Kæra — Valdsvið ríkisskattanefndar
Sú krafa er gerð, að varasjóðstillag á skattframtali kæranda gjaldárið 1979 verði heimilað 1 939 416 kr. í stað 1 454 561 kr., en skattstjóri hafði lækkað það um mismuninn 484 855 kr. og staðfest það í úrskurði uppkveðnum þann 24.10. 1979.
Í rekstrarreikningi sínum fyrir árið 1978 hefur kærandi dregið varasjóðstillag 1 939 416 kr. frá tekjum. Hagnaður eftir að varasjóðstillagið hafði verið dregið frá er 5 818 247 kr. og er sú fjárhæð færð á framtalsblað sem hreinar tekjur kæranda. Skattstjóri lækkaði síðan þá fjárhæð um 1 454 561 kr. varasjóðstillag og ákvarðaði skattgjaldstekjur kæranda 4 363 600 kr.
Samkvæmt gögnum málsins ber að ákvarða skattgjaldstekjur kæranda þannig:
Kr.
Rekstrarhagnaður eftir frádrátt varasjóðstillags (Liður 28 í gjaldahlið rekst-
rarreiknings 5 818 247
Lagt í varasjóð (Liður 27 í gjaldahlið rekstrarreiknings) 1 939 416
Hreinar tekjur skv. rekstrarreikningi 7 757 663
25% varasjóðstillag af 7 757 663 kr. 1 939 416
Skattgjaldstekjur 5 818 200
Skattgjaldstekjur voru ákvarðaðar 4 363 600
Vantaldar skattgjaldstekjur 1 454 600
Með hliðsjón af framanrituðu þykir bera að leiðrétta skattgjaldstekjur kæranda til hækkunar um 1 454 600 kr. og hækka hreina eign hans um 484 000 kr. en um þá fjárhæð hafði skattstjóri lækkað framantalda hreina eign sökum að hans áliti oftalins varasjóðstillags.