Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 86/1980

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 7. gr.  

Söluhagnaður lausafjár — Sönnunarmat

Kærandi skilaði framtali sínu gjaldárið 1977 til ríkisskattstjóra þann 18. júní 1979 með beiðni um að það yrði tekið til álagningar. Ríkisskattstjóri tók framtalið til álagningar með þeirri breytingu að færa til tekna meintan skattskyldan hagnað af sölu bifreiðar 750 000 kr. auk 25 % viðurlaga á gjaldstofna.

Umboðsmaður kæranda krefst þess að hagnaður þessi verði strikaður út. Bifreið þessa hafi kærandi eignast 30/8 1971, selt hana syni sínum 10/1 1974, eignast hana aftur í skattalegum skilningi 17/12 1974 en selt hana þann 24/9 1976. Kærandi hafi því átt bifreiðina í meira en tvö ár samtals og sé því ekki um skattskyldan hagnað að ræða.

Af hálfu ríkisskattstjóra er gerð svofelld krafa:

„Að úrskurður ríkisskattstjóra verði staðfestur með tilvísun til þess að svo virðist sem hinn skattskyldi sölugróði hafi verið rétt ákvarðaður og í samræmi við skattskýrslur kæranda.“

Með tilliti til þess tíma, sem ætla má að umrædd bifreið hafi í reynd verið í eigu kæranda, þykir með vísan til 2. mgr. E-liðs 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt, mega taka kröfu hans til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja