Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 175/1980

Gjaldár 1979

Lög nr. 8/1972, 23. gr.  

Útsvarsstofn — Fargjöld

Kærandi krefst þess, að fargjöld milli heimilis og vinnustaðar, 243 500 kr., verði heimiluð til frádráttar tekjum til útsvars. Skattstjóri synjaði þeirri kröfu kæranda á þeim forsendum að ekki væri um endurgreiddan ferðakostnað að ræða.

Af hálfu kæranda er því mótmælt, að í þessum efnum sé frádráttur skv. C-lið 12. gr. skattalaga skilyrtur við endurgreiðslu vinnuveitanda.

Með vísan til 1. mgr. 23. gr. laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. 15. gr. laga nr. 11/1975, þykir bera að staðfesta úrskurð skattstjóra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja