Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 242/1980

Gjaldár 1979

Lög nr. 68/1971, 22. gr.  

Niðurfærsla vörubirgða — Niðurfærsluhlutfall — Eigendaskipti

Í máli þessu var m.a. kærð sú ákvörðun skattstjóra að lækka niðurfærslu vörubirgða úr 30% í 7,5%. Ákvörðun sína byggði skattstjóri á því, að kærandi notaði í fyrsta sinn heimild 22. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt, til niðurfærslu þessarar og væri því bundinn af þar greindu hámarki. Kærandi keypti umræddan rekstur 1977 og telur að afskriftarhlutfall vörubirgða breytist ekki við eigendaskipti. Fallið hafi niður vegna vanþekkingar að notfæra sér niðurfærsluheimildina vegna ársins 1977. Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra með skírskotun til D-liðs 22. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja